fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Íslenska þjóðfylkingin fordæmir hugmyndafræðina á bak við fjöldamorðin: „Ofbeldi er óafsakanlegt“ -Standa við mótmælin

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. mars 2019 14:49

Guðmundur Þorleifsson, formaður fylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska þjóðfylkingin fordæmir hryðjuverkaárásina í Christchurch í Nýja- Sjálandi í tilkynningu til fjölmiðla í dag. Fólk á samfélagsmiðlum hafði undrast að ekkert hefði heyrst úr þeirra ranni, en mikla athygli vöktu ummæli Ragnars Pálssonar í morgun í athugasemdarkerfi Vísis um fréttina af morðunum. Ragnar hefur verið bendlaður við Íslensku þjóðfylkinguna þar sem hann hefur dreift miklu efni frá henni á samfélagsmiðlum, en neitaði fyrir það í samtali við DV í dag.

Sjá nánarRagnar fordæmdur fyrir ummæli um hryðjuverkin – Segir málið misskilning – „Þar var lítil stelpa sem var skotin í bakið“

Sjá nánarAndlit illskunnar – Segist hafa notið aðstoðar Anders Breivik við hryðjuverkin á Nýja-Sjálandi

 

Í yfirlýsingu Íslensku þjóðfylkingarinnar er hugmyndafræðin að baki morðunum einnig fordæmd, en þau eru talin unnin af öfgasinnuðum hægri þjóðernissinnum sem fyrirlíti íslamstrú:

Yfirlýsing vegna hryðjuverksins í Christchurch

Íslenska þjóðfylkingin lýsir megnu ógeði og fordæmingu á hryðjuverkunum í Christchurch. 

Ofbeldi er óafsakanlegt. Í þessu hryðjuverki er saklaust fólk vegið í nafni brenglaðrar hugmyndafræði en svo virðist sem morðinginn vísi í verk Breivik í Noregi sem réttlætingu á verknaðinum. Breivik framdi einhver þau hræðilegustu og hrottalegustu fjöldamorð sem framin hafa verið í nútímasögu Norðurlanda. 

Íslenska þjóðfylkingin fordæmir báða þessa menn og þá hugmyndafræði sem þeir segjast standa fyrir og lýsir sínum innilegasta viðbjóð á þeirra verkum.

Fórnalömbum vottum við okkar dýpstu samúð.

Íslenska þjóðfylkingin.

Mótmæla hælisleitendum

Íslenska þjóðfylkingin hyggst mótmæla framferði hælisleitenda, á friðsaman hátt, á morgun.

Þetta kemur til dæmis fram hjá Jóni Vali Jenssyni á Facebook:

„Íslenska þjóðfylkingin verður með þögla, friðsama mótmælastöðu undir íslenzkum fánum á Austurvelli á morgun, laugardag, kl. 1-2 e.h. Við mótmælum framferði hóps hælisleitenda, „No Borders“-fólks og annarra róttæklinga nú í vikunni, með árásum þeirra á lögreglu og almannafrið og gerum það undir baráttuorðum sem þessum:
EKKERT OFBELDI !
FO !
ENGA YFIRTÖKU AUSTURVALLAR!*
EKKI FLEIRI MILLJARÐA Í ÓLÖGLEGA EFNAHAGSFLÓTTAMENN**

* Hér má hafa í huga, að talsmenn mótmælendanna á þriðjudaginn lýstu því sem parti af markmiði þeirra að „occupy“ Austurvöll! Ætlar almenningur þessa lands að sætta sig við það, að fámennur hópur löglausra hælis­leitenda, með ofur­róttækum samherjum þeirra, yfirtaki eða „hertaki“ sjálfan Austur­völl? Þar sést í dag, að þeir hafa fylgt þessu eftir með því að reisa þar risastórt tjald (margfalt stærra en það fyrsta) beint fyrir framan Alþingishúsið og eru eru að auki með mikla hrúgu fata þar á miðjum Austurvelli.
** Árið 2016 var sóað sex og hálfum milljarði í hælisleitendur og þó ekki öll útgjöld upp talin. Rauði krossinn fekk nýleg þrjá milljarða vegna þeirra, og svo var verið að veita tveimur og hálfum milljarði aukalega til þeirra mála snemma á árinu. Útgjöld vegna heilbrigðismála, skólamála o.fl. eru ekki meðtalin.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“