fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Hörður segir Össur og verkalýðsforystuna hundsa varnarorð „gegn betri vitund“ fyrir „stundarvinsældir“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. mars 2019 10:27

Hörður, Össur og verkalýðsforystan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hægt er að lýsa stöðunni á þessa leið: Atvinnulífinu er haldið í gíslingu vegna verkfalla og vinnudeilna,“ skrifar Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, í leiðara Fréttablaðsins í dag hvar hann dregur upp dökka mynd af ástandinu í þjóðfélaginu. Minnist hann á stöðu flugfélaganna, umskipti til hins verra í ferðaþjónustu og loðnubrest, sem þýði að þjóðarbúið verði af um 20 milljörðum í gjaldeyristekjum.

Hann segir stöðuna í stjórnsýslunni ekki sérlega gæfulega heldur:

 „Á hinu pólitíska sviði hefur staða ríkisstjórnarinnar, sem var mynduð til að skapa langþráðan pólitískan stöðugleika, veikst eftir að dómsmálaráðherra var – réttilega – gert að segja af sér að kröfu forsætisráðherra, ella yrðu líkast til stjórnarslit, og við bætist réttaróvissa eftir dóm MDE. Þá er Seðlabankinn í reynd lamaður eftir gagnrýni umboðsmanns Alþingis á stjórnsýslu bankans en á sama tíma stendur yfir leit að nýjum seðlabankastjóra og gera á einar veigamestu breytingar á lögum um Seðlabankann í áraraðir. Ekki er þetta sérlega gæfulegt.“

Stundarvinsældir

Segir Hörður þá verkalýðsleiðtoga sem ganga hvað harðast fram engu skeyta um efnahagslegan veruleika og segir að fari menn fram úr sér verði lendingin hörð. Auk verkalýðsforystunnar virðist sem að Össur Skarphéðinsson fái væna sneið frá Herði einnig, en Össur skrifaði harðorðan pistil um ritstjórann í gær, líkt og Eyjan greindi frá:

„Þeir sem kjósa að afgreiða slík varnaðarorð sem heimsendaspár minna um margt á þá hina sömu sem af þekkingarleysi eða meðvirkni gáfu lítið fyrir þau augljósu hættumerki sem voru á lofti í aðdraganda fjármálahrunsins 2008. Við sjáum núna suma endurtaka þann leik, jafnvel gegn betri vitund, fyrir stundarvinsældir. Verði þeim að því.“

Brothætt staða

Þrátt fyrir þetta svartnætti segir Hörður að þjóðarbúið hafi sjaldan staðið á sterkari grunni. Hinsvegar sé staðan brothætt:

„Það var hins vegar vitað að efnahagsstaðan væri brothætt og gæti versnað mjög á skömmum tíma ef ytri aðstæður þróuðust til hins verra, einkum í tengslum við ferðaþjónustuna, og við færum illa að ráði okkar á vinnumarkaði. Það er að koma á daginn enda þótt þeir svartsýnustu hefðu síður átt von á því að afleiðingarnar kæmu jafn fljótt og harkalega fram.“

Hörður vísar í skoðanakönnun Samtaka iðnaðarins, þar sem 40 % stórra fyrirtækja sjá fyrir sér uppsagnir á næstu 12 mánuðum:

„Atvinnuvegafjárfesting er að skreppa hratt saman og útlit er fyrir að einkaneyslan verði með minnsta móti á árinu. Stórar ákvarðanir fyrirtækja og heimila eru í biðstöðu þangað til óvissunni, einkum í kjaramálum, verður aflétt. Verkfallsaðgerðir gegn ferðaþjónustunni, sem verður ekki lýst öðruvísi en sem skemmdarverkum, munu aðeins gera viðkvæmt ástand enn verra.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“