fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Eyjan

Að nenna nútímanum – eða ekki?

Egill Helgason
Föstudaginn 15. mars 2019 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum nennir maður ekki nútímanum.

Hagkaup í Skeifunni klukkan svona tíu á fimmtudagskvöldi.

Inni í búðinni er maður kominn með alvarlega bakþanka af því verðlagið er svo hátt. Er eiginlega viss um að maður sé kominn á rangan stað.

Það er einn starfsmaður á afgreiðslukassa og löng biðröð hjá honum. En búið að setja upp fjölda af sjálfsafgreiðslukössum. Þar er einn maður að baksa við að afgreiða sjálfan sig.

Greinilegt að hinir kúnnarnir kæra sig ekkert um þetta. Nenna því ekki. Fara frekar í biðröðina. Því það gerir nákvæmlega ekkert fyrir mann að afgreiða sjálfan sig.

Allt í einu upp fyrir manni að í fréttum hefur komið fram að forstjóri þessarar litlu verslanakeðju á litla Íslandi er með 7 milljónir í mánaðarlaun.

En það eru lífeyrissjóðir sem eiga langstærsta hlutann í móðurfélaginu Högum – Gildi, lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna, lífeyrissjóður verslunarmanna. Lífeyrissjóðir sem maður hefur sjálfur borgað í.

Hvað ætli starfsmaður á kassa í Hagkaup fái í laun? Sá sem á nú að gera óþarfan og úreltan með sjálfsafgreiðslunni.

Stundum nennir maður ekki nútimanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Siðapostular Alþingis: Ásökun um fjárdrátt trompar ásakanir um þjófnað og kynferðislega áreitni

Siðapostular Alþingis: Ásökun um fjárdrátt trompar ásakanir um þjófnað og kynferðislega áreitni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Strætó fengið yfir 26 milljarða í styrki frá árinu 2012 – Notkunin stendur í stað

Strætó fengið yfir 26 milljarða í styrki frá árinu 2012 – Notkunin stendur í stað
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Áslaug Arna: „Ég vil verða forsætisráðherra“

Áslaug Arna: „Ég vil verða forsætisráðherra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forsetahjón taka þátt í aldarafmæli þjóðræknisfélaga í Vesturheimi

Forsetahjón taka þátt í aldarafmæli þjóðræknisfélaga í Vesturheimi
Eyjan
Fyrir 3 dögum
Ríki í ríkinu