fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

 „Spænski rannsóknarrétturinn“ tekin af dagskrá borgarráðs

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. mars 2019 12:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tillaga meirihlutans í Reykjavík, sem lögð fram fram á fundi borgarráðs í síðustu viku um sérstaka umkvörtunarnefnd fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar, hefur verið tekin af dagskrá borgarráðs í dag. Frá þessu greinir Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins:

„Búið er að taka tillöguna um rannsóknarrétt ráðhússins út af dagskrá borgarráðs í dag. Til upprifjunar þá var tillaga um að borgarstjóri og formaður borgarráðs gætu kallað borgarfulltrúa á sakamannabekk og rétta yfir þeim. Þetta áttu sem sagt að vera pólitísk réttarhöld. En hver skyldi hafa átt að rétta yfir þeim? Ekki var tillaga um það.“

Kvartað undan kjörnum fulltrúum

Fulltrúar minnihlutans líktu nefndinni við spænska rannsóknarréttinn, þar sem meirihlutanum gæfist kostur á að „yfirheyra“ kjörna fulltrúa og pólitíska andstæðinga sína, en tillagan hljóðaði upp á „bráðabirgða verkferil og leiðir til úrlausna vegna kvartana starfsfólks Reykjavíkurborgar, vegna framgöngu kjörinna fulltrúa í þeirra garð,“ en allt sprakk í loft upp þegar borgarritari kvartaði undan framgöngu ákveðinna borgarfulltrúa á innra neti Reykjavíkurborgar, í garð starfsfólks borgarinnar. Hefur siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga einnig ályktað um málið og er vísað til þess í tillögunni.

Lagt er til að borgarstjóri og formaður borgarráðs sitji í nefndinni og í greinargerð tillögunar segir:

„Ferillinn miðar að því að skapa vettvang fyrir starfsmenn til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, skilgreina þá skyldu sem hvílir á framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að koma umræddri ábendingu/athugasemd/kvörtun í frekari skoðun og í farveg gagnvart þeim kjörna fulltrúa sem í hlut á. Sá farvegur miðar að því að skapa vettvang sáttar og aukins trausts í samskiptum starfsfólks Reykjavíkurborgar og kjörinna fulltrúa.“

Óheppileg neikvæðni

Vísað er til álits Siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga:

„Í áliti siðanefndar Sambands sveitarfélaga sem dagsett er 14. desember 2018 er fjallað um það þegar kjörnir fulltrúar gera starfsmenn að umtalsefni í opinberri umræðu. Þar kemur fram um þetta atriði að almennt hljóti það að teljast óheppilegt að kjörnir fulltrúar geri störf starfsmanna sveitarfélags að umtalsefni í opinberri umræðu, sérstaklega ef ummælin feli í sér neikvæðan dóm yfir viðkomandi starfsfólki eða störfum þess. Ganga megi að því vísu að slík ummæli á opinberum vettvangi séu slæm fyrir viðkomandi starfsmenn og hafi áhrif í þá átt að veikja tiltrú almennra borgara á starfsemi sveitarfélagsins. Slík framkoma geti falið í sér brot á 1. mgr. 3. gr. siðareglna kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar sem hljóðar svo: „Kjörnir fulltrúar gæta þess að fara ekki út fyrir umboð sitt í störfum sínum og virða verkaskiptingu í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Þeir sýna störfum og réttindum annarra kjörinna fulltrúa og starfsmanna Reykjavíkurborgar tilhlýðilega virðingu.“

Spænski rannsóknarrétturinn

Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, sagði eftirfarandi um málið í síðustu viku:

Verði tillagan samþykkt öðlast téður rannsóknarréttur rétt til að boða undirritaðan, Vigdísi Hauks eða hvern þann borgarfulltrúa sem henta þykir inn til yfirheyrslu. Allt sem til þarf er að einhverjum innan borgarkerfisins líki ekki eitthvað í fari viðkomandi borgarfulltrúa eða störfum hans.“

Sjá einnigSpænski rannsóknarrétturinn endurvakinn í borgarstjórn? Dagur og Lóa kalla borgarfulltrúa á teppið og rétta yfir þeim

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“