fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Sjáðu allar afsagnir ráðherra á Íslandi frá upphafi

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. mars 2019 09:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðherrar á Íslandi hafa hingað til ekki þótt nægilega gjarnir á að segja af sér embætti, að mati margra, þó tilefnin hafi þótt næg.  Frá upphafi hafa aðeins átta ráðherrar beðist lausnar frá embættum sínum vegna umdeildra mála, samkvæmt Morgunblaðinu í dag, með afsögn Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í gær. Það þykir eflaust ekki mikið í öðrum löndum.

Morgunblaðið gleymir að vísu Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, en honum er bætt við hér.

Listinn er eftirfarandi:

1923- Magnús Jónsson

Var fjármálaráðherra utan flokka og sagði af sér vegna ásakana um spillingu.

1932- Magnús Guðmundsson

Var sagður hafa stuðlað að ólöglegri eignatilfærslu til heildsala, sem síðan varð gjaldþrota. Sagði af sér tímabundið, eftir að hafa hlotið dóm fyrir undirrétti.  Var síðan sýknaður í Hæstarétti og tók aftur við fyrra embætti sínu.

1987-Albert Guðmundsson

Alls liðu 55 ár þangað til að næsti ráðherra sagði af sér. Sá var knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Albert Guðmundsson, sem sagði af sér sem iðnaðarráðherra, eftir að hann gleymdi að telja fram tekjur til skatts í kjölfar Hafskipsmálsins. Í kjölfarið klauf Albert síðan Sjálfstæðisflokkinn með sérframboði sínu, Borgaraflokknum og kom sjö mönnum á þing. Hefndin var sæt.

1994- Guðmundur Árni Stefánsson

Skýrsla ríkisendurskoðunar um embætti félagsmálaráðherra varð Guðmundi Árna að falli, en þar kom meðal annars fram að Guðmundi hefði mátt vera ljóst að ekki hefði verið rétt staðið að uppsögn tryggingarlæknis.

2002 – Björn Bjarnason

Baðst lausnar úr embætti menntamálaráðherra til að taka þátt í borgarstjórnarkosningum sem oddviti Sjálfstæðisflokksins, hvar árangurinn var ekki sem skyldi.

2009 – Björgvin G. Sigurðsson

Í kjölfar bankahrunsins var krafa um að stjórnmálamenn öxluðu ábyrgð. Björgvin var einn fárra sem það gerðu, enda yfirmaður bankamála á Íslandi sem viðskiptaráðherra.

2009 – Ögmundur Jónasson

Ágreiningur Ögmundar við VG og Samfylkingu varð til þess að hann baðst lausnar úr embætti heilbrigðisráðherra. Hann varð síðar dómsmála- og mannréttindaráðherra og innanríkisráðherra.

2014 – Hanna Birna Kristjánsdóttir

Sagði af sér embætti eftir eitt ár í starfi vegna Lekamálsins svokallaða, þar sem aðstoðarmaður hennar játaði að hafa lekið trúnaðarupplýsingum um nígerískan hælisleitanda til fjölmiðla.

2016 – Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sagði af sér embætti forsætisráðherra eftir Wintris hneykslið. Var staðinn að lygi í sjónvarpsþætti. Við tók Sigurður Ingi Jóhannsson.

2019 – Sigríður Á. Andersen

Ákvað að „stíga til hliðar“ í kjölfar úrskurðar Mannréttindadómstóls Evrópu um að skipan hennar á 15 dómurum til Landsréttar bryti gegn 6. grein mannréttindasáttmálans, um rétt einstaklings til réttlátrar málsmeðferðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega