fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2019  |
Eyjan

Rósa Björk brjáluð út í Bjarna – Segir hann grafa undan lýðræði og mannréttindabaráttu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. mars 2019 16:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er gríðarlega þarft að dómsmálaráðherra hafi vikið úr embætti og tekið þar með ábyrgð á klúðurslegum embættisfærslum sínum sem hafa valdið mikilli óvissu á dómsstiginu og í réttarkerfinu. Hún nýtur ekki trúnaðar og allt tal hennar um vikur og að stíga til hliðar á meðan óvissu er eytt, er ekki að marka. Annaðhvort er fólk ráðherrar eða ekki,“

sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG á Facebook síðu sinni í kjölfar afsagnar Sigríðar Andersen og fyrstu viðbragða við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Hún telur að ekki eigi að áfrýja dómnum, líkt og Bjarni Benediktsson, Sigríður Andersen og Þórdís Kolbrún hafa talað um:

„Persónulega finnst mér að íslenska ríkið hefði átt að una þessum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE), út af prinsippum og líka af því ekki er útséð hvort við fáum náð hjá dómstólnum til að áfrýja (þetta er ekki alveg eins og að áfrýja úr Héraðsdómi til Hæstaréttar…) þegar langstærstur hluti dóma sem er áfrýjað nær ekki einu sinni að vera tekin fyrir.“

Segir hún að Bjarni hafi skipað sér í hóp þeirra flokka í Evrópu sem grafi undan lýðræðinu og mannréttindabaráttu, í nafni þjóðernispopúlista:

„En mér finnst mjög slæmt, svo ekki sé kveðið fastar að orði, þegar formaður stærsta stjórnmálaflokks Íslands og ráðherra í ríkisstjórn, leyfir sér að fara inn á mjög varasamar brautir í viðbrögðum sínum við dómi MDE til að planta inn efasemdum um dómstólinn og kasta rýrð á hann. Þegar hann spyr áleitna spurninga um túlkunarvald Mannréttindadómsstóls Evrópu og hvort hann hafi „stigið yfir línuna“ og fleira, er hann á góðri leið með að stilla sér upp með hægri sinnuðum þjóðernispópulistaflokkum Evrópu sem hafa verið að grafa undan lýðræði og mannréttindabaráttu í álfunni. Yfir hvaða línu spyr ég á móti ? Við höfum ekki „framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu“ eins og Bjarni spyr og ýjar sterklega að.“

Skítt með fórnarkostnaðinn

Hún segir Ísland bera skyldu til að fara eftir úrskurðinum, þó svo fórnarkostnaðurinn verði einn ráðherra Sjálfstæðisflokksins:

„Þetta er ekki ESB gott fólk, heldur varð Ísland aðili að Evrópuráðinu 1950, við erum í gegnum það aðilar að Mannréttindasáttmála Evrópu sem er ein mesta réttarbót þegar kemur að mannréttindum sem Ísland hefur undirgengist og við þar með viðurkennt að hafi lagagildi á Íslandi. Sáttmálinn hefur til að mynda rík túlkunaráhrif á mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands og dómar Hæstaréttar hafa leitast við að túlka mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar í samræmi við ákvæði Mannréttindasáttmálans. Mannréttindadómstóll Evrópu var stofnaður árið 1959 á grundvelli Mannréttindasáttmálans og tryggir að aðildarríki Evrópuráðsins virði þau réttindi borgaranna sem kveðið er á um í sáttmálanum.

Það sem er mikilvægast er að borgarar í aðildarríkjum Evrópuráðsins geta leitað til dómstólsins telji þeir að stjórnvöld hafi beitt þá órétti. Um það snýst þetta mál sem dæmt var í gær og öll önnur mál fyrir dómnum. Ef dómstóllinn telur að ríki hafi brotið gegn ákvæðum sáttmálans þá dæmir hann í málinu. Það gerðist í gær. Og okkur, sem aðildarríki Evrópuráðsins og lýðræðisríki sem ber virðingu fyrir mannréttindum, ber skylda til að fara eftir úrskurðum hans. Berum áfram virðingu fyrir mannréttindum og þeim skuldbindingum sem við höfum undirgengist. Gagnvart öllum borgurum, líka fólki á flótta sem hingað koma til að leita verndar okkar. Og þó að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að fórna einum ráðherra, þá gröfum við ekki undan þeim mikilvægu skyldum okkar sem eru miklu stærri og mikilvægari en eitt stykki ráðherradómur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Gleðigangan er í dag
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragnar Þór orðlaus: Bankastjórinn fær 312 þúsund á mánuði í 40 ár

Ragnar Þór orðlaus: Bankastjórinn fær 312 þúsund á mánuði í 40 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dýrt lambakjöt og Hagsmunagæslustofa bænda

Dýrt lambakjöt og Hagsmunagæslustofa bænda