fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Samþykktu sameiningu við VR

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. mars 2019 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagsmenn í Verslunarmannafélagi Suðurnesja (VS) samþykktu, í atkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í dag, að sameina félagið VR.

Á síðasta aðalfundi VS þann 26. apríl 2018 var samþykkt að heimila stjórn félagsins að hefja sameiningarviðræður við VR og að gera lagabreytingar sem heimiluðu slíkt. Þær lagabreytingar voru svo samþykktar og fór rafræn atkvæðagreiðsla fram meðal félagsmanna VS um sameiningu við VR, dagana 6. – 13. mars 2019. Á kjörskrá voru 1.213 og alls greiddu 315 atkvæði eða 25,97%. Niðurstaðan var sú að 82,54% félagsmanna VS samþykktu sameiningu en 17,14% voru á móti. Til að sameining yrði samþykkt þurfti samþykki a.m.k. 2/3 hluta greiddra atkvæða fullgildra félagsmanna VS. Sjá frétt á vef Verslunarmannafélags Suðurnesja. 

VS mun því sameinast undir nafni og kennitölu VR frá og með 1. apríl 2019 að því gefnu að sameining verði samþykkt af hálfu VR á aðalfundi félagsins 27. mars nk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“