fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Mazen tilnefndur til Man Booker verðlaunanna

Egill Helgason
Miðvikudaginn 13. mars 2019 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk-palestínski rithöfundurinn Mazen Maarouf hefur verið tilnefndur til alþjóðlegu Man Booker-verðlaunanna. Þetta eru einhver virtustu og áhrifamestu bókmenntaverðlaun heims.

Mazen er tilnefndur fyrir bókina Brandarar handa byssumönnum, en hún kom nýlega út hjá Forlaginu í þýðingu Ugga Jónssonar. Bókin hefur verið þýdd á mörg tungumál og Mazen er gefinn út af virtum bókaforlögum eins og Granta í Bretlandi og Flammarion í Frakklandi.

Mazen Maarouf var einmitt í viðtali í Kiljunni fyrir viku þar sem hann ræddi um líf sitt, æsku sína, rithöfundastörf og breytingarnar sem hafa orðið á högum hans síðan hann varð íslenskur ríkisborgari.

Hér, á vef Guardian, má sjá listann yfir bækurnar sem eru tilnefndar til alþjóðlegu Booker-verðlaunanna þetta árið, þær eru þrettán talsins.

Hér má svo horfa á Kiljuviðtalið við Mazen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“