fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Jón Steinar: Alvarlegt mál og inngrip í fullveldið

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 13. mars 2019 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson er ósammála dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, sem féll í gærmorgun,  um að skipan dómara við Landsrétt hafi verið ólögmæt. Íslenskir dómstólar hafi þegar komist að þeirri niðurstöðu að skipanin hafi verið í samræmi við lög, og Alþingi sjálfu hefði verið í lófa lagið að kalla eftir réttri málsmeðferð, áður en þingið samþykkti dómaraskipan.

„Þessi dómur kemur mér mjög mikið á óvart og ég held að þar sé gengið alveg úr skaftinu einhvern veginn til að koma með eitthvað áfelli yfir íslensku stjórnkerfi í þessu máli,“ sagði Jón Steinar í Kastljósi í gær.  Hann segir að sérstök lög hafi verið sett sem kvæðu á um skipan Landsréttar, eftir þeim lögum hafi verið farið, í einu og öllu.

Jón Steinar gagnrýnir að meirihluti dómenda við Mannréttindadómstólinn hafi í engu minnst á þá staðreynd að Hæstiréttur Íslands hafi komist að þeirri niðurstöðu að skipan dómara hefði verið lögmæt. Hann lýsti sig jafnframt andvígan  núverandi fyrirkomulagi við skipan dómara á Íslandi. Hann segir dómara sækja í völd og sækjast eftir því að fá að ráða hvaða dómarar eru skipaðir og kalli þá einkum til vini og kunningja.

Sigríður Á. Andersen hefur verið gagnrýnd fyrir hvernig staðið var að atkvæðagreiðslu  um tillögu hennar að skipun Landsréttar, en þar var listinn samþykktur í heild sinni. Réttilega hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn, sérstaklega um þá fjóra aðila sem hún valdi sjálf inn á listann.

Jón Steinar telur að eðlilegt hefði verið að greiða atkvæði um hvern og einn, en raunin hafi þó verið sú að Alþingi hefði verið í lófa lagið að kalla eftir því sjálft.

„Ég tek undir það að það hefði verið eðlilegt að greiða atkvæði um hvern og einn sérstaklega en þingið hafði það sjálft í hendi sér og það starfar eftir þingskapalögum og samkvæmt þeim gat hver og einn Alþingismaður óskað eftir því við atkvæðagreiðsluna að það væri greidd atkvæði um hvern og einn sérstaklega. Það féllust allir á þennan afgreiðslumáta.“

Jón telur eðlilegt að Landsréttur haldi áfram störfum sínum, án breytinga, þrátt fyrir dóminn. Niðurstaðan sé ekki bindandi að íslenskum rétti og álit yfirnefndar verði líklega aflað.

„Því það er líka óþarfi að umbreyta hér öllu ef að niðurstaðan verði þú að tiltölulega skömmum tíma liðnum að þetta hafi allt verið í lagi […] 

Þetta er alvarlegt mál og inngrip, að mínu mati, í fullveldi okkar þegar þessi stofnun þar ytra, gagnrýnir, með jafn hörðum hætti og gert er, bæði ráðherrann, Alþingi, forseta Íslands og Hæstarétt Íslands. […] Það er vandamál sem tengist því og við þekkjum líka hér innanlands, að þessar stofnanir teygja sig alltaf lengra og lengra. Þær sætta sig ekki við að dæma bara eftir lögum og reglum heldur eru þær alltaf að teygja sig yfir í það að setja ný lög og nýjar reglur án þess að hafa til þess nokkuð umboð.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“