fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Sigríður sögð hafa stuðlað að mannréttindabrotum – Farið fram á tafarlausa afsögn

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. mars 2019 11:45

Sigríður Á. Andersen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu um málsmeðferð dómsmálaráðherra við skipan dómara í Landsrétt er áfellisdómur yfir athöfnum ráðherrans. Með þessu eru staðfestar ítrekaðar viðvaranir þingflokks Pírata, fyrst við skipan dómara í Landsrétt árið 2017 og svo í umræðu um vantrauststillögu á dómsmálaráðherra ári síðar.“

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þingflokki Pírata vegna niðurstöðu Mannréttindardómstólsins í Landsréttarmálinu.

„Dómurinn sýnir svo ekki verður um villst að með ólögmætri skipan sinni hafi dómsmálaráðherra stuðlað að mannréttindabrotum í garð allra þeirra sem hafa þurft að sæta málsmeðferð af hálfu ólöglega og pólitískt skipaðra dómara. Píratar hafa ítrekað bent á að skipanin væri ólögmæt og athafnir Sigríðar Á. Andersen óforsvaranlegar og brot á 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Það hefur nú verið staðfest bæði af Hæstarétti og af Mannréttindadómstól Evrópu,“ segir í yfirlýsingunni.

Í yfirlýsingu þingflokks Pírata segir einnig að Landsréttarmálið sé skýrt dæmi um óeðlileg afskipti framkvæmdavaldsins af dómsvaldinu og pólitíska spillingu.

„Viðbrögð ríkisstjórnarinnar í dag munu koma til með að skera úr um traust almennings til Alþingis, dómstóla og framkvæmdavaldsins til framtíðar.Þingflokkur Pírata gerir kröfu um tafarlausa afsögn dómsmálaráðherra. Þá hefur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kallað eftir því að dómsmálaráðherra komi á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd vegna dómsins og að fram fari sérstakar umræður við forsætisráðherra á Alþingi um áhrif dómsins á réttarríkið á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun