fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Segir dómsmálaráðherra skorta auðmýkt og fordæmir fyrirhugaða áfrýjun: „Óásættanlegt og óafsakanlegt“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. mars 2019 15:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir með ólíkindum að Sigríður Á. Andersen sé að skoða að áfrýja dómi Mannréttindadómstóls Evrópu frá í morgun, það sé fordæmalaust hér á landi.

Sigríður sagði við mbl.is að verið væri að fara yfir dóminn og skoða hvort honum verði vísað til svokallaðs yfirréttar. Hefur Sigríður haldið því á lofti að dómurinn hafi verið klofinn í afstöðu sinni, niðurstaðan sé óvænt og fordæmalaus,  en fimm dómarar af sjö sammældust um að skipun Sigríðar í Landsrétt hefði brotið gegn mannréttindasáttmálanum.

Þorgerður segir:

„Það ríkir óvissa í íslensku réttarkerfi – og það að óþörfu. Landsréttur, ein dýrmætasta réttarbót síðari ára, hefur verið settur í uppnám. Það er því afar erfitt að fylgjast með dómsmálaráðherra fara fjallabaksleiðir til að tortryggja niðurstöðu Mannréttindadómsstólsins, sem við Íslendingar vel að merkja höfum aldrei áður áfrýjað. Nú virðist dómsmálaráðherra ætla sér að viðhalda óvissunni í marga mánuði eða jafnvel ár með því að halda málinu áfram. Það er óásættanlegt og óafsakanlegt. Í stað þess að viðurkenna af auðmýkt grafalvarlega stöðu málsins og ætla sér að gera eitthvað í því og það strax.“

Hún kallar eftir því að málið verði leyst, tafarlaust:

„Við þurfum að setja almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Í því felst að þingið verði þvert á flokka, að koma að málinu og vinna það hratt og vel. Til að vernda réttarríkið, láta dómskerfið virka og eyða þeirri óvissu sem nú er uppi um Landsrétt. Þar liggur okkar ábyrgð og er mikilvægasta verkefni okkar allra á Alþingi núna eftir niðurstöðu dómsins. Pólitískur einstrengingsháttur né skotgrafir eru það ekki. Það þarf að leysa úr málinu – og það strax.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“