fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Landsréttur frestar málum út vikuna

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. mars 2019 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur tekið þá ákvörðun að fresta dómsmálum út þessa viku í málum þar sem einhver hinna fjögurra dómara eiga sæti. Frá þessu er greint á vef RÚV en ástæðan er dómur Mannréttindadómstólsins í morgun í Landsréttarmálinu svokallaða.

Málið snýr að skipun dómara við Landsrétt árið 2017, en Sigríður H. Andersen dómsmálaráðherra skipaði fimmtán dómara við réttinn.

Sjá einnig: Krafist afsagnar Sigríðar:„Réttarfarslegt öngþveiti“ – „Stjarnfræðilegur“ kostnaður – „Fullt tilefni til að vantreysta dómsmálaráðherra“

Fjórir dómarar sem hæfnisnefnd mat hæfa til starfans voru ekki skipaðir af Sigríði og tveir þeirra leituðu til Hæstaréttar vegna þessa. Komst Hæstiréttur að því að Sigríður hefði brotið stjórnsýslulög við að ganga framhjá dómurunum og fékk hvor um sig um 700 þúsund krónur í miskabætur.

Í kjölfarið leituðu hinir tveir dómararnir einnig réttar síns, þar sem íslenska ríkið var dæmt til að greiða þeim einnig skaða- og miskabætur.

Þegar Landsréttur tók til starfa lagði lögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson fram þá kröfu fyrir hönd síns skjólstæðings, að einn dómari, Arnfríður Einarsdóttur, sem skipuð var af dómsmálaráðherra í stað eins ofangreindra fjórmenninga, yrði dæmd vanhæf vegna skipunarinnar. Þeirri kröfu var hafnað en var sú ákvörðun kærð til Hæstaréttar, sem staðfesti dóm Landsréttar. Því leitaði Vilhjálmur til Mannréttindadómsstólsins, sem hefur nú úrskurðað um málið.

Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, staðfesti við RÚV í morgun að málum yrði frestað út þessa viku. Engar frekari ákvarðanir hafi verið teknar enda sé verið að fara yfir dóminn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“