fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Hvað segir Katrín? Sjálfstæðisflokkurinn gerir ráð fyrir stuðningi hennar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 12. mars 2019 12:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki stjórnarandstaðan sem er fyrst til að stilla VG og Katrínu Jakobsdóttur upp við vegg vegna úrskurðar Mannréttindadóms Evrópu um Landsrétt og ekki heldur fjölmiðlarnir.

Nei, það er hinn annars ofurvarfærni Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sem tekur að sér þetta hlutverk.

Birgir segir í viðtali við Vísi að hann geri ráð fyrir því að Sigríður Á. Andersen njóti áfram stuðnings hjá samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn.

Hann gefur sér þetta semsagt áður en VG eða Framsókn hafa sagt skoðun sína – og kemur Katrínu Jakobsdóttur í enn óþægilegri stöðu en hún væri annars.

Tilfinningin er að Sjálfstæðisflokkurinn geti gengið að stuðningi hennar vísum í hvaða máli sem er – það er örugglega ekki eitthvað sem Katrín villl að verði almenn skoðun í samfélaginu.

Þeir sem koma Sigríði dómsmálaráðherra til varnar benda sérstaklega á að tveir dómarar af sjö í Mannréttindadómstólnum hafi verið á öðru máli. Minnihlutaálitið er semsagt gert að aðalatriði, það er eitthvað til að hengja sig í.

Við getum borið þetta saman við fótboltaleik. Ef leikur fer 5-2 þá eru úrslitin alveg ótvíræð. Eins er það væntanlega varðandi dómsmál. Það er náttúrlega ekkert nema útúrsnúningur að benda á að liðið manns hafi þó skorað 2 mörk – í annars stórtapi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“