fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019
Eyjan

Gunnar Hrafn með uppljóstrun: Þegar þingmenn VG sýndu Pírötum fjandskap

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. mars 2019 19:28

Gunnar Hrafn Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar umræður hafa verið um pólitíkina í dag í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi skipan Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra á dómara i Landsdóm ólöglega. Vangaveltur eru um hvaða þingmenn VG munu krefjast afsagnar Sigríðar og/eða greiða atkvæði með vantrausti á dómsmálaráðherrann.

Illugi Jökulsson blaðamaður og samfélagsrýnir skrifar á Facebook:

„Katrín Jakobsdóttir lætur ekki ná í sig. Svandís Svavarsdóttir lætur ekki ná í sig. Aðrir þingmenn Vinstri grænna láta ekki ná í sig. Meðan verið er að plotta í bakherbergjum um hvernig hægt sé að bjarga ráðherrastólum flokksins, þá þarf ekkert að ræða við þjóðina, ónei.“

Gunnar Hrafn Jónsson blaðamaður og fyrrverandi þingmaður Pírata tekur til máls í þræðinum og segir að þetta sé rétta augnablikið til að ljóstra upp um atvik sem átti sér stað milli Pírata og VG-liða fyrir síðustu kosningar:

„Ætli þetta sé ekki mómentið þegar ég segi frá mómentinu þegar allir þingmenn VG í mötuneyti Alþingis stóðu upp frá borðinu þegar Píratar settust þar, og færðu sig yfir á borð Sjálfstæðisflokksins. Það var fyrir síðustu kosningar, eftir að einhver Pírati sagði á Facebook að hann efaðist um orð Svandísar, að ekki stæði til að stofna stjórn með sjöllum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins