fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Erfiður dagur hjá dómsmálaráðherra – úrskurður Mannréttindadómstólsins og harkaleg framganga lögreglunnar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 12. mars 2019 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta gæti orðið erfiður dagur hjá Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hún þarf að verja skipun dómara í Landsrétt – sem gæti orðið býsna strembið eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðar að ólöglega hafi veriði skipað í réttinn. Það er eiginlega spurning hvort hún lifir daginn eða vikuna af sem ráðherra.

Úrskurðinn má finna hér á vef Mannréttindadómstólsins og hann er býsna afdráttarlaus. Segir að þarna hafi átt sér stað gróft brot á reglum sem sé þess eðlis að það grafi undan trausti á dómskerfi í lýðræðssamfélagi.

In the light of all of these elements, the Court cannot but conclude that the process by which A.E. was appointed a judge of the Court of Appeal, taking account of the nature of the procedural violations of domestic law as confirmed by the Supreme Court of Iceland, amounted to a flagrant breach of the applicable rules at the material time. Indeed, the Court finds that the process was one in which the executive branch exerted undue discretion, not envisaged by the legislation in force, on the choice of four judges to the new Court of Appeal, including A.E., coupled with Parliament failing to adhere to the legislative scheme previously enacted to secure an adequate balance between the executive and legislative branches in the appointment process. Furthermore, the Minister of Justice acted, as found by the Supreme Court, in manifest disregard of the applicable rules in deciding to replace four of the fifteen candidates, considered among the most qualified by the Committee, by other four applicants, assessed less qualified, including A.E. The process was therefore to the detriment of the confidence that the judiciary in a democratic society must inspire in the public and contravened the very essence of the principle that a tribunal must be established by law, one of the fundamental principles of the rule of law.

Sigríður er seigur stjórnmálamaður, lætur sér fátt fyrir brjósti brenna, en hún lagði mikið undir í þessu máli og máski er komið að þeim tímapunkti að hún þurfi að lúffa. Manni virðist að Landsréttur sé í uppnámi.

Svo er annað mál sem Sigríður þarf að svara fyrir í dag, þótt það lendi kannski aðeins í skugganum, og þá sem yfirmaður lögreglumála. Það er furðulega harkaleg framganga lögreglunnar gagnvart litlum hópi mótmælenda á Austurvelli í gær. Hafandi skoðað myndbandsupptökur frá atburðunum skilur maður eiginlega ekki hvað lögreglumönnunum gekk til að láta svo dólgslega.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“