fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Verkfallsaðgerðir kærðar: „Væri óskandi að Efling myndi einnig sitja við samningaborðið“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. mars 2019 08:45

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök atvinnulífsins hyggjast í dag leggja fram kæru vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða Eflingar, fyrir Félagsdóm. RÚV greinir frá.

Efling hefur boðað til hefðbundinna verkfalla og truflana á vinnu hjá hreingerningarfólki og þá munu hópferðabílstjórar ekki rukka í strætó í fimm vikur.

„Verkfall snýst um það að mæta ekki í vinnu og þiggja ekki laun. Þarna á að mæta í vinnu, ekki vinna öll störf en samt þiggja laun. Þetta markar skörp og illverjanleg skil frá beitingu og þróun hefðbundins verkfallsréttar. Ef það er eitthvað sérstakt keppikefli að láta reyna á mörk löglegra verkfalla þá munum við takast á við það með því að beina álitamálum til Félagsdóms,“

segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA og bætir við að enn sé reynt að semja:

„Þau eru að alla daga, líka um helgar að reyna að ná samningum. Við erum í viðræðum við Starfsgreinasambandið, Samflot iðnaðarmanna og Landssamband íslenskra verslunarmanna og það væri óskandi að Efling myndi einnig sitja við samningaborðið í stað þess að vera með kjaradeiluna í þessum átaka farvegi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“