fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Styrmir: „Tilfinningahitinn á eftir að aukast“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. mars 2019 13:11

Styrmir Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, telur að tilfinningahitinn eigi eftir að aukast í komandi verkfallsaðgerðum og undrast aðgerðaleysi stjórnvalda. Segir hann að ekki muni öll fyrirtæki lifa af fjárhagslegt tjón verkfallanna:

„Verkföll eru hafin. Næstu vikur munu að óbreyttu einkennast af vaxandi truflun í atvinnulífinu af þeim sökum. Fyrirtæki sjá fram á verulegt fjárhagslegt tjón. Sum þeirra lifa það ekki af. Það voru athyglisverðar upplýsingar, sem fram komu hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Samtaka iðnaðarins í Silfri RÚV í gær, að 86% fyrirtækja í ferðaþjónustu væru með 1-10 starfsmenn í vinnu.  En það sem er jafnvel enn hættulegra er að tilfinningahitinn mun vaxa með hverju verkfalli, árekstrum mun fjölga, atvinnurekendur munu vísa fleiri og fleiri málum til félagsdóms. Allt mun þetta hafa þau áhrif að sterkar tilfinningar gera deiluna enn erfiðari, eftir því sem tíminn líður og um leið snúnara að finna lausn. Þrátt fyrir þennan veruleika sem við blasir flýtir ríkisstjórnin sér hægt. Hvað getur valdið því?“

Styrmir segir að stjórnarsamstarfið muni líklega ekki halda, ef kemur til allsherjarverkfalla:

„Skelli á allsherjarverkföll 1. maí verður mjög erfitt að halda samstarfi stjórnarflokkanna þriggja saman. Þótt VG hafi augljóslega misst öll tengsl við verkalýðshreyfinguna, sem máli skipta, mun pólitísk ólga eftir sem áður vaxa innan flokksins, þegar þingmenn hans vakna upp við þann veruleika, að pólitísk framtíð þeirra sjálfra er í húfi. Getur verið að forystusveitir stjórnarflokkanna átti sig ekki á því, sem að þeim snýr?“

Kæra aðgerðir Eflingar

Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram kæru til Félagsdóms um að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar séu ólögmætar. Efling hefur boðað til hefðbundinna verkfalla og truflana á vinnu hjá hreingerningarfólki og þá munu hópferðabílstjórar ekki rukka í strætó í fimm vikur.

Halldór Benjamín hjá SA sagði:

„Verkfall snýst um það að mæta ekki í vinnu og þiggja ekki laun. Þarna á að mæta í vinnu, ekki vinna öll störf en samt þiggja laun. Þetta markar skörp og illverjanleg skil frá beitingu og þróun hefðbundins verkfallsréttar. Ef það er eitthvað sérstakt keppikefli að láta reyna á mörk löglegra verkfalla þá munum við takast á við það með því að beina álitamálum til Félagsdóms.“

Sjá nánar: Verkfallsaðgerðir kærðar:„Væri óskandi að Efling myndi einnig sitja við samningaborðið“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus