fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Katrín lítur málið alvarlegum augum og hyggst óska frekari skýringa

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. mars 2019 09:11

Már Guðmundsson Seðlabankastjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, segist líta Samherjamálið alvarlegum augum og segir að óskað verði frekari skýringa þar sem stjórnsýsla Seðlabankans hafi ekki verið fullnægjandi, líkt og Hæstiréttur hafi komist að. Fréttablaðið greinir frá.

Seðlabankinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir framferði sitt í Samherjamálinu, í kjölfar ummæla Umboðsmanns Alþingis á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í síðustu viku, hvar hann greindi frá því að Seðlabankinn hefði beitt Samherja refsiheimildum árið 2016, vitandi vits að bankinn hefði ekki slíkar heimildir, samkvæmt áliti ríkissaksóknara frá 2014.

Skýringar Seðlabankans á framferði sínu eru ekki taldar standast og segir Katrín að kallað verði eftir frekari skýringum, til dæmis um eftirfylgni með umbótum í stjórnsýslu bankans og er varðar samskipti hans við fjölmiðla. Mun Már Guðmundsson, fráfarandi Seðlabankastjóri, mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudag, þar sem hann þarf að svara fyrir aðgerðir bankans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“