fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna eimreiðar og götuvaltara um 115 milljónir

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. mars 2019 15:00

Gufuvaltarinn Bríet að störfum í Pósthússtræti við Austurvöll. Þess má geta að Pósthússtræti hefur verið endurgert nýlega. Ljósmynd/Reykjavík.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við byggingu sýningarskála í Árbæjarsafni fyrir götuvaltarann Bríeti og eimreiðina Pionér. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Er kostnaðurinn alls 114,8 milljónir króna.

Gufuvaltarinn Bríet var smíðaður í Englandi og fluttur til Íslands árið 1912. Þá hafði bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkt að kaupa valtara til gatnagerðar en göturnar í bænum þóttu þá býsna holóttar og nauðsynlegt að slétta og þjappa. Valtarinn var fljótlega nefndur Bríet og stundum Knútsdóttir en nöfnin vísuðu til Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og Knud Zimsen, bæjarfulltrúanna sem höfðu talað mjög fyrir því að fá hann keyptan. Valtarinn var fluttur á Árbæjarsafn árið 1961 eftir dygga þjónustu við bæjarbúa.

Eimreiðin Pionér kom hins vegar frá Þýskalandi árið 1913 þar sem hún hafði verið smíðuð á 1892.  Hún kom í samfloti með eimreiðinni Minör og voru þessar tvær eimreiðar notaðar til að flytja grjót frá Öskjuhlíð í hafnargarðana við Ingólfsgarð (Batteríið), Grandagarð, Norðurgarð og í Örfirisey. Verkinu lauk árið 1917. Pionér hefur verið í vörslu Árbæjarsafns frá árinu 1975 en Minör er í eigu Faxaflóahafna og er jafnan til sýnis á Miðbakka gömlu hafnarinnar á sumrin.

Áætlað er að framkvæmdir við skemmuna geti hafist í maí en einnig er áætlað að ljúka uppsetningu á vatnsúðakerfum í geymsluskemmum Árbæjarsafns og fleiru á þessu ári.

Kostnaðaráætlun við þessi verk er 114,8 milljónir króna, þar af 75 milljónir króna fyrir sýningarskálann og umhverfi hans.

Eimreiðin Pionér við grjótflutninga.
Tvær eimreiðar voru notaðar til flytja grjót úr Öskjuhlíð í
grjótgarðana við gömlu höfnina.Ljósmynd/Reykjavík.is

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus