fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Björgvin: „Ég sat út í bíl og hágrét, hamslaust“

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 10. mars 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Máttur tónlistarinnar er hreint ótrúlegur. Árið 2014 varð ég fyrir hrottalegustu reynslu lífs mín, og hafði reynt eitt og annað áður; hrun, rannsóknarskýrslu, svik engu lík innan flokks og ömurleg eftirmál þess, þar sem margir af þeim sem ég taldi til góðra vina sáust ekki meir. En þannig er lífið og það jafnar sig.“

Þetta er haft eftir Björgvin G. Sigurðarsyni á Viljanum. Björgvin sem er fyrrverandi ritstjóri og viðskiptaráðherra í hruninu opnar sig á Viljanum, um þá lífsreynslu að vera ráðherra á þessum ólgutímum sem og að hafa verið sagt upp sem sveitarstjóra Ásahrepps. Björgvin sagði af sér sem ráðherra þann 25. október 2009. Vildi Björgvin þannig axla ábyrgð vegna bankahrunsins. Síðar var Björgvin ráðinn sveitarstjóri Ásahrepps. Var ráðherrann fyrrverandi sakaður um að hafa dregið sér fé.

DV fjallaði um brottrekstur Björgvins í janúar árið 2015. Sagði Björgvin að ákvarðanir hans sem sveitarstjóra mætti rekja til dómgreindarbrests, sem að stafaði að hans sögn, án efa af viðvarandi og óhóflegri áfengisneyslu um nokkurra missera skeið. Björgvin sagði árið 2015:

„Ég hafði ákveðið að leita aðstoðar á göngudeild þar sem ég hafði óskað eftir meðferð og hugðist sinna vinnu með fram því, en eftir áföll síðustu daga er mér ljóst að ég þarf meiri hjálpar við. Ég hef því ákveðið að leita mér lækninga á Vogi frá og með næsta miðvikudegi og fara í fulla meðferð við áfengissýkinni. Ég hætti að drekka fyrir 10 árum og það gekk vel í nokkur ár en í róti síðustu ára fór ég að misnota það aftur í vaxandi mæli.“

Þá sagði Björgvin árið 2015:

„Ég geri ekki lítið úr því að hafa farið gegn reglum við útgjöld í starfi, en hafna því alfarið að um fjárdrátt eða ásetningsbrot hafi verið að ræða. Það er fjarri lagi. Öll fjárútlát voru uppi á borðum, rækilega skráð og öll fylgiskjöl til staðar. Það var því engin tilraun gerð til að leyna einu eða neinu, en vissulega hefði ég ekki átt að fara út fyrir þær heimildir sem ég hafði. Ég hef beðist afsökunar á því og ítreka það hér með.“

Á Viljanum rifjar Björgvin upp þessa erfiðu tíma í lífi hans. Björgvin segir:

„2014 var ég hinvegar rekinn með sérstaklega niðurlægjandi og ruddafengnum hætti úr starfi fyrir það að hafa farið á svig við óskýrar heimildir um fjárútlát. Var stillt upp sem glæpamanni á forsíðu Fbl og gegn mér farið með hamslausum hætti næsta sólarhringinn.“

Björgvin greinir frá því að hann hafi verið úti í búð að kaupa mjólk fyrir börnin sín þegar hann kom auga á forsíðu dagblaðs. Kveðst Björgvin ekki geta fært líðan sína á þeim tíma í orð og enn í dag hafi það djúpstæð áhrif á hann. Björgvin segir:

„En það er ekki málið. Ég er ekki fórnarlamb. Minn gæfu smiður. Lenti með vondu fólki um skeið og spilaði sjálfur illa úr því í þröngum aðstæðum.

Það var síðan Björgvini til happs að eitt sinn þegar hann átti leið í Bónus, kom hann auga á disk eftir Bubba Morthens og hljómsveitina Dimmu. Á disknum var að finna lagið Blindsker. Segir Björgvin að hann hafi hlustað á lagið hvað eftir annað og þannig fengið útrás fyrir erfiðar tilfinningar. Björgvin segir:

„Held í dag að lagið og flutningur þess hafi hreinlega bjargað lífi mínu og andlegri heilsu.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“