fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Sólveig skammar Davíð: „Móðursýkin hefur gert það að verkum að þeim er bara ekki sjálfrátt“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 9. mars 2019 16:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í fyrradag sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar um það verkfall sem þá var yfirvofandi: „Ég hlakka mikið til.“ Undir þessi sérkennilegu orð tók sem betur fer enginn, enda verkfall ekkert tilhlökkunarefni. Verkfall er tæki sem launamenn geta gripið til ef þeir telja útilokað að kjarasamningaviðræður geti skilað árangri.“ Þannig hefjast Staksteinar í Morgunblaðinu í dag. Þar er Sólveig Anna harðlega gagnrýnd og sagt að fögnuður Sólveigar renni stoðum undir kenningar að ekki sé til staðar mikill samningsvilji af hendi Eflingar. Í Staksteinum segir enn fremur:

„Kátínan í gær með verkfallið og kröfugönguna staðfestu svo hið sama. Og helsta kröfuspjaldið (á ensku eins og flest spjaldanna),„WE’RE HERE! WE’RE STRIKING! GET USED TO IT!“, var ekki beinlínis vísbending um að forysta Eflingar óskaði þess að verkfallið tæki fljótt af.

Sem betur fer eru ekki allir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar á sömu villigötum. Enda er ekki líklegt að almennir félagsmenn sætti sig við slíka framgöngu.“

Sólveig Anna birtir skrif Morgunblaðsins, sem eru nafnlaus og því á ábyrgð ritstjóra, Davíðs Oddssonar. Sólveig segir:

„Í heimi Staksteina er sá fjölmenni hópur kvenna sem kom saman í gær „enginn“, enda ekki til siðs í þeirri veröld að sjá, heyra, hvað þá hlusta á láglaunakonuna. Ef að Staksteinar gætu gert eitthvað annað en að hlusta á þvaðrið í sjálfum sér hefðu þeir mögulega heyrt fagnaðarlætin úr Gamla bíó þar sem láglaunakonur alls staðar að úr heiminum komu saman í gær og sannarlega glöddust yfir því að hafa lagt niður störf.“

Þá segir Sólveig lítið í boði fyrir láglaunakonur, þær geti yfirleitt ekki eignast þak yfir höfuðið eða vera laus við fjárhagsáhyggjur við eftirlaunaaldur og launin dugi ekki út mánuðinn. Sólveig segir:

„Ég vissi ekki fyrr en á fimmtudagskvöldið að það væri heldur ekki í boði að gleðjast yfir því að fá tækifæri til að sýna fram á grundvallarmikilvægi okkar í efnahagskerfinu.“

Sólveig bætir við:

„Ég var þangað til á fimmtudagskvöldið enn svo barnaleg að halda að við mættum vera glaðar og sýna gleði þegar okkur sýndist. En nei, það er greinilega partur af taktík vellauðugrar stéttar fjármagnseigenda og atvinnutækja-stjórnenda að reyna að gera gleði kvenna ósiðlega og hneykslanlega. Ég er enn þá að vinna með viðbrögð mín við þessari óforskömmuðu tilraun til að gera lítið úr baráttu okkar og aðferðum mínum.“

Þá segir Sólveig að lokum:

„Þannig að í bili er ég að pæla í segja: Aumingja vesalings mennirnir, móðursýkin hefur gert það að verkum að þeim er bara ekki sjálfrátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG