fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Frábærar kvikmyndir af sumarlífi íslenskra barna árið 1958

Egill Helgason
Miðvikudaginn 6. mars 2019 19:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er von okkar að þessi kvikmynd hafi þó ekki nema á lítinn hátt kynnt Bandaríkjamönnum hina einlægu vini sem þeir eiga á Íslandi.“

Þetta segir í lok stuttrar heimildarmyndar sem Kvikmyndasafn Ísland hefur sett á vefinn. Myndin er gerð á vegum Rauða krossins, berst hingað frá Alþjóðasambandi Rauða krossins, segir í kynningu, en höfundur hennar er  K. O. Bjarnason. Ekki kemur nánar fram hvaða maður það var.

Myndin var gerð 1958 og lýsir sumarbúðum á Íslandi. Hún hefst reyndar í Reykjavík með fallegum myndum af Tjörninni og Austurvelli – þar sem sagt er að standi stytta af Jóni Sigurðssyni, „George Washington Íslands“.

Við sjáum trjávana borg, timburhús sem eru ansi niðurnídd. Stóra húsið sem sést í upphafi myndarinnar, við suðvesturenda Tjarnarinnar er Ísbjörninn, það var íshús sem Thor Jensen lét reisa, þótti stórt og glæsilegt

En svo færist sviðið út á land, það er sagt frá þeim sið að senda börn á Íslandi í sveit á sumrin. En síðan er aðalumfjöllunarefnið sumarbúðir og börn í þeim. Myndirnar eru meðal annars frá Silungapolli og Selinu sem er í Reykjadal inn af Hveragerði.

Þarna sjáum við börn við alls konar iðju, veðrið er gott og þau virka sæl og södd – þetta er fyrir sex áratugum og hópurinn mun einsleitari en væri nú. Það er til dæmis áberandi hvað börnin eru upp til hópa fjarskalega ljóshærð.

Þulurinn lýkur almennt miklu lofsorði á íslenskt samfélag, í myndinni kemur fram að textinn hafi verið gerður af B. Gudmundsson.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt