fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Viðreisn og Samfylking vilja fá þriðja orkupakkann „hið snarasta“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 5. mars 2019 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formenn Viðreisnar og Samfylkingar, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Logi Einarsson, hafa sent forsætisráðherra bréf þess efnis að mikilvægtsé að afgreiða frumvarp um innleiðingu þriðja orkupakkans hið snarasta, en því hefur ítrekað verið frestað. Þetta kemur fram á Facebook-síðum þeirra.

„Rétt í þessu sendum við Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherra bréf þar sem við minntum á mikilvægi EES-samningsins fyrir íslenskt samfélag, heimili og fyrirtæki – og í því samhengi mikilvægi þess að afgreiða þriðja orkupakkann hið snarasta. Sérstaklega í ljósi þess að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur í enn eitt skiptið frestað að leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um staðfestingu á þriðja orkupakkanum. Ítrekað hefur verið fullyrt að tillagan verði lögð fram í síðasta lagi á þingi í lok febrúar 2019. Í dag er 5. mars og enn er talað um að taka þurfi tíma.“

Þorgerður og Logi benda á að erfiðleikar séu innan ríkisstjórnarinnar vegna málsins, en þar eru ekki allir á einu máli hvort innleiða eigi þriðja orkupakkann eður ei:

„Öllum er ljóst að erfiðleikar eru innan ríkisstjórnar við að koma fram með málið. Flest bendir til þess að ekki sé meirihluti fyrir málinu á þingi á meðal ríkisstjórnarflokkanna. Þess vegna vildum við Logi fyrir hönd Viðreisnar og Samfylkingar bjóða forsætisráðherra fram aðstoð okkar og gera það sem í okkar valdi stendur til að tryggja framgang málsins á Alþingi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

North með nefhring!
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Niðurstöður skoðanakönnunar mjög óvenjulegar: Miðflokkurinn með hátt í tvo þriðjunga atkvæða en Píratar ná ekki einni prósentu

Niðurstöður skoðanakönnunar mjög óvenjulegar: Miðflokkurinn með hátt í tvo þriðjunga atkvæða en Píratar ná ekki einni prósentu
Eyjan
Í gær

Vísitala neysluverðs lækkar milli mánaða

Vísitala neysluverðs lækkar milli mánaða
Eyjan
Í gær

Ingvar Freyr til Samorku

Ingvar Freyr til Samorku
Eyjan
Í gær

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“
Eyjan
Í gær
Illur púki?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni viðurkennir að orkupakkamálið reynist Sjálfstæðisflokknum erfitt

Bjarni viðurkennir að orkupakkamálið reynist Sjálfstæðisflokknum erfitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur Birgisson er ósáttur: „Hvar er fjármálaeftirlitið núna?“ -„Ættu að sjá manndóm í sér og biðja þau öll afsökunar“

Vilhjálmur Birgisson er ósáttur: „Hvar er fjármálaeftirlitið núna?“ -„Ættu að sjá manndóm í sér og biðja þau öll afsökunar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Neytendasamtökin fordæma Almenna innheimtu: „Vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum“

Neytendasamtökin fordæma Almenna innheimtu: „Vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum“