fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Þegar enginn var maður með mönnum nema hann fengi af sér brjóstmynd eða portrett

Egill Helgason
Þriðjudaginn 5. mars 2019 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brjóstmyndir og portrett heyra dálítið sögunni til. Einu sinni tíðkaðist að gera slíkar myndir af fyrirmennum – aðallega körlum – stilla upp áberandi stöðum eða hengja á veggi. Þetta er eiginlega alveg hætt. Kannski lifum við á lýðræðislegri, alþýðlegri tímum?

Í seinni tíð eru það eiginlega bara forsetar Alþingis sem eru öruggir að fá portrett af sér. Það virðist vera hefð sem ekki er hægt að brjóta – þótt tími sé löngu til kominn. Það þarf semsagt að mála portrett af Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, Guðbjarti Hannessyni, Einari K. Guðfinnssyni, Unni Brá Konráðsdóttur og Steingrími J. Sigfússyni svo hefðin ekki rofni.

Davíð Oddsson er að mörgu leyti mjög gamaldags maður – sem þarf ekki að vera slæmt í sjálfu sér. Ekki fyrir alllöngu var afhjúpuð portrettmynd af honum í Valhöll, húsnæði Sjálfstæðisflokksins.

Ólíklegt er að aðrir stjórnmálaflokkar séu að panta slíkar myndir af foringjum sínum. Maður veit þó aldrei með Miðflokkinn – þar gæti stytta af Sigmundi Davíð jafnvel virst góð hugmynd.

Í borginni settu þeir upp brjóstmyndir af borgarstjórum, það var siður sem hófst við byggingu Ráðhússins – sem áðurnefndur Davíð lét byggja. Svo var skipt svo ótt og títt um borgarstjóra að ekki gafst tími til að gera styttur af þeim öllum.

Ég veit ekki alveg hvernig staðan er á þessu verkefni – voru komnar styttur af Ingibjörgu Sólrúnu, Þórólfi, Steinunni Valdísi, Ólafi F, Hönnu Birnu, Jóni Gnarr og Degi? Ég finn ekkert um það á netinu. Hætt er við að þessi hefði hafi rofnað.

Hér áður fyrr var alltaf dálítið viðkvæmt hverjir fengu af sér portrett og styttur og hverjir ekki. Það var frægt að stytta reis af íþróttafrömuðinum Gísla Halldórssyni í Laugardal meðan hann var ennþá á lífi. Þótti nokkuð kynlegt.

Svo er til þekkt saga af háskólaprófessor – þetta var á árunum þegar Háskólinn var minni og prófessorarnir færri og fínni – sem gaf Háskólanum brjóstmynd af sjálfum sér. Hann sá að ekki myndi annar verða til þess að gera það.

Þetta myndi varla gerast í dag. Þætti líklega vandræðalegt ef einhver einstaklingur kæmi á vinnustað sinn með styttu af sjálfum sér og ætlaðist til að hún yrði sett upp á áberandi stað.

Nokkur umræða hefur spunnist um brjóstmynd af Ólafi Ragnari Grímssyni sem var sett upp á Bessastöðum í gær. Ólafur tilkynnti sjálfur um myndina og sagðist vera hæstaánægður með hana. Sitt sýnist hverjum, eins og sá má á netinu. Sumum finnst myndin til dæmis ekkert lík Ólafi. Einhver sagði að hún liti út eins og George W. Bush. Annar benti að hún væri hærri en styttan af Vigdísi Finnbogadóttur – og þá væri til nokkurs unnið fyrir Ólaf.

En það verður að segjast eins og er að Katrín Jakobsdóttir er sposk á svipin við afhjúpun styttunnar, eins og hún geti varla haldið niðri í sér hlátrinum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus