fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Bændablaðið út úr kú – Hitler skrækjandi af fögnuði

Egill Helgason
Laugardaginn 2. mars 2019 18:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirleitt hefur maður álitið að Bændablaðið væri fremur vænn og frómur fjölmiðill þar sem maður sér það liggja í bunkum hér og þar, til dæmis á bensínstöðvum. Þetta er blað sem fólk tekur upp og flettir, les kannski ekki endilega gaumgæfilega – en það verður að segjast eins og er að Bændablaðinu tekst vel upp varðandi dreifingu. Og, ólíkt því sem gerist í mörgum fjölmiðlum, er enginn skortur á auglýsingum í blaðinu. Mörgum auglýsendum er ekki vel við að auglýsa í umdeildum fjölmiðlum.

En Bændablaðið er ekki allt þar sem það er séð. Til dæmis birtist í síðasta tölublaði þess leiðari, skrifaður af Herði Kristjánssyni ritstjóra, sem maður verður eiginlega að segja að er – ja, er ekki ekki hægt að nota orðið froðufellandi?

Þarna er viðhaft orðfæri og líkingar sem maður sér yfirleitt ekki nema í innstu kimum alnetsins og á síðum þar sem eru iðkaðar samsæriskenningar. Þegar svona sést í Bændablaðinu finnst manni það einhvern veginn – er ekki hægt að segja út úr kú?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“