fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Hús sem virkar nokkuð fallegt en er fjarskalega óvinsælt

Egill Helgason
Föstudaginn 1. mars 2019 19:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að nýbygging Landsbankans við Austurhöfnina i Reykjavíki er fjarskalega óvinsæl. Í hugum fólks er hún að verða eins konar tákn um veruleikafirringu – að bankarnir lifi ekki í sömu veröld og almennir Íslendingar. Nú síðast tók Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sig til og og krafðist þess að bankarnir endurskoðuðu launakjör æðstu stjórnenda.

En það er samt merkilegt með þessa byggingu. Af öllu því sem hefur risið í Miðbænum í Reykjavík undanfarin ár er hún einna snotrust.

Húsin sem rísa við Hafnartorg og Austurhöfn og víðar eru einstaklega frekjuleg og yfirgangssöm. Stærð þeirra er yfirgengileg miðað við það sem fyrir er – hina smágerðu byggð. Byggingaplássið er skítnýtt – það er byggt út í ystu lóðamörk, hver  einasta rúmsentimetri sem er í boði fyrir steinsteypu er notaður. Fyrir vikið virka húsin klunnaleg og útblásin. Og nú er komið á daginn að lúxusíbúðirnar í þessum húsum seljast ekki – það er reyndar alþjóðlegt mál segir Spegillinn á Rúv.

En þetta á alls ekki við um nýbyggingu Landsbankans eins og hún birtist á skýringarmyndum. Hún lítur þvert á móti út fyrir að vera nokkuð hófstillt. Það er rými í kringum hana, loft, hún virkar ekki óþarflega  yfirþyrmandi. Út frá sjónarhóli byggingarlistar er þetta miklu betra og metnaðarfyllra verk en Hafnartorgið.

En framkvæmdin er gríðarlega óvinsæl – hún á sér varla neina formælendur svo spurning er hvort húsið rísi nokkurn tíma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2