fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Trjávana borg fyrir tíma úthverfanna

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 18:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er stórmerkileg þessi ljósmynd sem mun vera tekin árið 1965. Fyrir 54 árum. Ólafur Sigurðsson birti hana á vefnum Gamlar ljósmyndir og segir að hún sé tekin ofan af Vatnsendahæð.

Á myndinni getur maður áttað sig á ótrúlegum breytingum sem hafa orðið á Reykjavík. Þarna er borgin ennþá öll innan Elliðaáa. Ystu húsin í bænum eru í Blesugrófinni. Á þessum tíma eru Vogarnir líklega nýjasta hverfið – og búið að skrifa heilmikið um það í sögum og ljóðum.

Þetta er reyndar tíma þegar mikið var kvartað undan húsnæðishallæri, byggðin í síðustu herskálahverfunum var að leggjast af og húsnæðismálin eldfimt pólitískt deilumál.

Stuttu eftir að myndin er tekin fóru að rísa nýju hverfin fyrir austan Elliðaárnar, Árbærinn, Breiðholtið og síðar Grafarvogurinn. Myndin er eiginlega tekin rétt fyrir þessi tímamót. Og Fossvogshverfið er ekki risið heldur.

Og af því nú eru harðar kjaradeilur og líka talað um húsnæðismál, má rifja upp að bygging hluta Breiðholtshverfisins var afrakstur samninga við verkalýðshreyfinguna, þar voru m.a. að verki Bjarni Benediktsson, frændi og nafni núverandi fjármálaráðherra, og Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar – félags sem síðar rann inn í Eflingu.

En það er fleira sem vekur athygli á myndinni. Til dæmis hvað allt er ennþá gróðursnautt. Menn gera sér kannski ekki alveg grein fyrir því hversu gróðurbyltingin gerðist seint. Þarna sést varla trjáhrísla – þetta eru bara auðir og hrjóstrugir melar. Næðingurinn gat verið mikill á þessum árum og lítið skjól.

Maður hugsar – ansans, maður man þetta allt. Þegar Árbærinn var að byggjast og maður ók þar framhjá með pabba og mömmu á leiðinni upp í Heiðmörk. Þegar Fossvogurinn var í byggingu og fyrsta fólkið var að flytja þangað. Þegar Neðra-Breiðholt var glænýtt. Og maður lifði í trjávana borg þar sem pínulitlir trjálundir voru nánast eins og skógarígildi. Svona hafa árin læðst aftan að manni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2