fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Vilhjálmur: Þetta þarf að gerast til að sátt náist – „Nú er komið að ögurstundu“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 13:10

Vilhjálmur Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lausnin í þessari kjaradeilu er að ráðist verði í kerfisbreytingar þar sem ráðist verði á rót vandans sem liggur í því sem allir vita og er að það er svo dýrt að lifa á Íslandi. Meðal annars vegna okurvaxta, verðtryggingar, himinn hárra þjónstugalda, matarverðs, leiguverðs, fasteignagjalda og svona mætti lengi telja.“

Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og 1. varaforseti ASÍ, um kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir. „Það er óhætt að segja að staðan á íslenskum vinnumarkaði sé vægt til orða tekið grafalvarleg, enda fátt sem virðist geta komið í veg fyrir að mjög alvarleg og hörð átök á vinnumarkaðnum, sem skelli á eftir ekki svo marga daga,“ segir hann í færslu á Facebook.

Trúir því að hægt verði að ná samkomulagi

Vilhjálmur segist vona innilega að hægt verði að ná kjarasamningum áður en til verkfalla kemur. Til að það gerist verði atvinnurekendur og stjórnvöld að hlusta og skynja ábyrgð sína. Vilhjálmur segir að of stór hópur launafólks á lægstu launatöxtunum nái ekki að framfleyta sér frá mánuði til mánuðar og það eitt og sér sé þjóðarskömm.

Vilhjálmur segist hafa fulla trú á því að hægt verði að ná samkomulagi.

„Trúið mér að það er hægt og það er hægt að gera t.d. með þríhliða samkomulagi atvinnurekenda, verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvalda og ég reyndar tel að mjög mikilvægt sé að sveitafélög komi einnig að slíku samkomulagi. Í slíku samkomulagi þarf að takast að auka ráðstöfunartekjur hjá lág-og lægri millitekjuhópum og það er hægt að gera með því að beina t.d. því svigrúmi sem stjórnvöld telja sig hafa til skattabreytinga á þessa hópa og það er einnig hægt að gera það með að láta skerðingarmörk barnabóta fylgja hækkun lágmarkslauna.“

Við greiðum mikið hærri vexti

Vilhjálmur segir að fleiri leiðir séu færir og nefnir hann í því samhengi lækkun vaxta. Bendir hann á að á síðustu áratugum höfum við verið að greiða yfir 3 prósent hærri raunvexti en neytendur og fyrirtæki á Norðurlöndunum.

„Það þýðir að íslenskum heimilum er gert að greiða um 70 milljörðum meira í vaxtakostnað en heimilin á Norðurlöndum ár hvert. Við þurfum líka að afnema hér verðtryggingu, enda galið með öllu að öll ábyrgð skuli liggja á herðum neytenda og heimila á meðan fjármagnseigendur og fjármálakerfið er tryggt í bak og fyrir fyrir öllum efnahagslegum áföllum sem efnahagslífið kann að verða fyrir og skiptir engu máli hvort þær séu vegna óstöðugleika á erlendri grundu eða innlendri.“

Húsnæðisliðurinn ber ábyrgð á verðbólgunni

Vilhjálmur hefur lengi talað fyrir afnámi verðtryggingar og bendir hann á að illa hafi farið fyrir mörgum fjölskyldum þegar verðtryggð lán heimilanna stökkbreyttust í bankahruninu. Þúsundum fjölskyldna hafi verið „fórnað á blóðugu altari“ verðtryggingar á hrunárunum.

„Við vitum líka hvernig húsnæðisliðurinn einn og sér í mælingu á neysluvísitölunni hefur knúið verðbólguna áfram en við erum eina þjóðin sem mælum vísitöluna með þessum hætti miðað við þau lönd sem við berum okkur helst saman við. En fyrir hrun þá var 47% af allri verðbólgu á Íslandi keyrð áfram vegna þessa eina þáttar í vísitölunni og frá 2013 til dagsins í dag ber húsnæðisliðurinn um 90% ábyrgð á allri verðbólgu hér á landi. Þetta er bláköld staðreynd!“

Þá bendir Vilhjálmur á stöðuna á leigumarkði og segir hann að á þeim markaði hafi ríkt hálfgert stríðsástand. Tekjulægsta fólkið í íslensku samfélagi hafi þurft að horfa upp á 40 til 60 prósent af ráðstöfunartekjum sínum fara í húsnæðiskostnað. „Þetta er líka þjóðarskömm sem við verðum að taka á í þessum kjarasamningum,“ segir hann og bætir við að lausnin í kjaradeilunni sé að ráðist verði í kerfisbreytingar þar sem tekið verður á rót vandans.

Komið að ögurstundu

„Það liggur fyrir að það kostar fjögurra manna fjölskyldu á Íslandi yfir 150.000 þúsund meira að framfleyta sér hér á landi en hjá sambærilegum fjölskuldum á Norðurlöndum. Þetta er rót vands og svo eru atvinnurekendur, verslunareignendur, stjórnvöld og sveitastjórnarfólk hissa á að verkalýðshreyfingin þurfi að berjast yfir launahækkunum,“ segir Vilhjálmur sem endar færslu sína á þessum orðum:

„Nú er komið að ögurstundu á íslenskum vinnumarkaði og nú þurfa allir að taka höndum saman og finna lausn á því að allir geti haldið mannlegri reisn á Íslandi en ekki bara sumir.

Munum að það er mannanna verk en ekki náttúrulögmál að Ísland sé nánast dýrasta landið í heimi nánast á öllum sviðum og þessu getum við breytt og sú breyting þarf að lúta að því að hagsmunir heildarinnar verða teknir framyfir hagsmuni sérhagsmunaaflana í íslensku samfélagi! Eina sem til þarf er kjarkur, vilji og þor og allt þetta hefur íslensk verkalýðshreyfing í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt