fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Guðni varar Íslendinga við: „Nú tekst alheimurinn á við nýja ógn sem farin er að drepa fólk“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 26. febrúar 2019 10:00

Guðni Ágústsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú tekst alheimurinn á við nýja ógn sem farin er að drepa fólk, það er kallað sýklalyfjaónæmi. Hverjir bera ábyrgð á þessum voða? Eru það bændurnir í ESB?“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Guðni hefur áhyggjur af heilsu Íslendinga, verði hrátt kjöt flutt inn án takmörkunar. Erlent búfé sé sprautað óhóflega með sýklalyfjum og geti neysla á slíku kjöti valdið sýklalyfjaónæmi meðal neytenda.

„Er þessi vá á ábyrgð stjórnvalda í viðkomandi löndum, skortir lög, reglur og ekki síst eftirlit í landbúnaði þjóðanna? Vill ráðherra sem er með bestu matvæli á borðum sinnar þjóðar, taka áhættu eða skerst heilbrigðisráðherra í leikinn?  Vill ríkisstjórn og Alþingi í slíku landi loka eyrum sínum og taka áhættuna?“

Í greininni bendir Guðni á að dómur Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins hafi  fjallað um takmarkanir viðskiptalegs eðlis. Öðruvísi gæti farið ef sambærilegt mál væri rekið og takmarkanir á innflutningi réttlættar á grundvelli lýðheilsusjónarmiða.

„Nú ber að meta hvort leiðirnar að kjarna málsins opnist ekki, verði málið sótt á rökum EES-samningsins og Rómarsáttmálans sem „vernd lífs og heilsu manna og dýra,“ það var ekki gert í dómsmálunum. Ég vil kalla þessa leið hina leiðina.

Ég tel það einnig okkar skyldu að neita að slík áhætta verði leidd yfir land og þjóð sem er hvergi bundin eða bendluð við slíkan landbúnað. Þetta stríð er auðlinda- og landhelgisstríð, þetta stríð er barátta fyrir matvælum án eiturefna gegn lífshættulegum framleiðsluaðferðum margra erlendra þjóða.“

Hann vitnaði í fræðimennina Karl. G. Kristinsson og Lance Price frá Bandaríkjunum. Báðir voru þessir menn sammála, á fundi á Hóteli Sögu nýlega, að banna eða takmarka ætti innflutning á hráu kjöti til Íslands.

Guðni veltir því fyrir sér hvort íslenskir ráðamenn hafi gefist upp í þessu máli. Þeir vísi bara til dómanna sem fallið hafa og EES samninginn.  Guðni trúir því aftur á móti ekki að nokkur samningur geti verið verið með þeim hætti að ekki megi skoða hann ef forsendur eða breyttar aðstæður kalli til þess.  Íslenskir ráðamenn ættu jafnframt að spyrja forsvarsaðila ESB hvernig á því standi að sýklalyfjanotkun í kjötiðnaði sé svona mismunandi milli aðildarríkjanna.

„Þessu verðum við að fylgja eftir, frá öðru sjónarhorni en til þessa. Það er neyðarréttur okkar í aðstæðum sem okkar einangraða og viðkvæma land stendur frammi fyrir. Því eigum við að fylgja eftir og aldrei að hvika eða gefast upp.

Það er orrusta sem krefst þrautseigju og vilja en uppskeran verður varanleg verðmæti. Bændur og neytendur, þetta er ykkar hvorra tveggja baráttumál. Þessu stríði er ekki lokið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus