fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Efling sakar mannauðsstjóra Íslandshótela um rangfærslur

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 26. febrúar 2019 16:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Dís Ingólfsdóttir, framkvæmdarstjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum sagði í samtali við Mbl að svokallaður skammarlisti yfir veikindadaga starfsmanna hafi legið inni á skrifstofu yfirmanns og að frásögn Eflingar hafi verið röng. Efling segir þetta af og frá. Listinn hafi hangið á töflu í almennu rými starfsmanna og birti Efling mynd því til sönnunar.

Erna Dís sagði að Eflingu hafi verið boðið á fund nýlega þar sem rætt var um starfsmannamál. Fundurinn hafi farið vel fram og öll samskipti fagmannleg.

„Þau hefðu líka getað komið hérna og skoðað hjá okkur að þessi listi er ekki uppi á vegg, ef þau hefðu komið. Það er náttúrulega eðlilegt að haldið sé utan um sumarfrí, veikindadaga og annað eins og yfirmenn séu með yfirlit um það hjá sér, í möppum, á sínum einkaskrifstofum.“

„Nú veit ég ekki hvernig þessi mynd komst til Eflingar, alla vega er þessi mynd ekki frá okkur, en ég vil ekki ásaka neinn um neitt heldur.[…] Ég tek það fram að þetta er enginn skammarlisti, þarna er fólk sem er ekki með neina veikindadaga, tvo veikindadaga. Þarna er bara verið að halda utan um það, hvað fólk á mikið af veikindadögum og annað eins.“

Efling hafnar þessum rökum í færslu á Facebook þar sem segir:

„Í morgun sögðum við frá því að á hóteli í Reykjavík hefði verið hengdur listi með upptalningu á hvaða starfsfólk væri oftast veikt – raðað eftir fjölda veikindadaga. Mannauðsstjóri Grand Hótel hefur nú stigið fram og sagt að þessi list hefði legið „inni á skrifstofu yfirmanns“ og hefði ekki hangið „neins staðar uppi“.
Þetta er ekki rétt. Myndin sem við birtum í morgun var tekin í almennu rými fyrir starfsfólk, sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Starfsfólk hefur haft samband við Eflingu til að benda á þessar rangfærslur.“

 

 

Sjá einnig: 

Skammarlisti yfir veikindadaga starfsmanna: Sólveig – Litið á starfsfólk sem einnota drasl

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki