fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Brokkgeng Óskarshátíð

Egill Helgason
Mánudaginn 25. febrúar 2019 11:15

HOLLYWOOD, CALIFORNIA - FEBRUARY 24: Olivia Colman accepts the Actress in a Leading Role award for 'The Favourite' onstage during the 91st Annual Academy Awards at Dolby Theatre on February 24, 2019 in Hollywood, California. (Photo by Kevin Winter/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta var skrítin Óskarshátíð. Miðlungsmyndir unnu – framúrskarandi verk voru hunsuð og líka framúrskarandi leikur. The Green Book var valin sem besta myndin – hún er svosem ósköp notaleg, en það er öruggt að hún á eftir að fylla flokk mynda sem enginn skilur hvers vegna unnu Óskarsverðlaunin. Leikstjórinn Spike Lee ætlaði að rjúka á dyr þegar úrslitin voru tilkynnt í gærkvöldi, vísaði í myndina Driving Miss Daisy og sagði: „Í hvert skipti sem einhver fer að keyra einhvern, þá tapa ég.“

Lee var stöðvaður, en mynd hans Black KKKlansman er reyndar hálfgert þunnildi miðað við bestu verk hans og furðulegt að hún skuli hafa unnið verðlaun fyrir handrit.

En flokkur mynda sem enginn skilur lengur af hverju unnu er reyndar mjög stór. Akademían kemst oft og einatt að niðurstöðum sem ekki standast tímans tönn.

Bohemian Rhapsody fékk fjögur verðlaun – sú mynd er eins og hver annar verksmiðjuvarningur. Ágætlega gerð en með ólíkindum grunnfærin. Einhvers staðar las ég þó að hún hefði aukið áhuga unglinga á að spila á hljóðfæri – það er ágæt niðurstaða.

Það er eins og hver önnur bilun er að  velja Malek sem leikur Freddie Mercury sem verðlaunahafa fremur en til dæmis ótrúlega frammistöðu Christians Bale í hlutverki Dicks Cheneys í Vice.

Á hátíðinni þetta árið voru tvær myndir sem eru gjörsamlega framúrskarandi, kvikmyndaverk sem vekja hjá manni vonir um framtíð greinarinnar sem alvöru listforms – ekki bara varnings og afþreyingar..

Það eru Roma og The Favorite. Roma var valin besta erlenda myndin og Alfonso Cuaron fékk verðlaun sem besti leikstjórinn. Það er verðskuldað. Hún er í senn ótrúlega innlifuð mynd og nákvæm í framsetningu.

The Favorite er einstök blanda af ensku búningamyndinni og Bunuel með viðkomu í Stanley Kubrick. Frumlegasta og snjallasta verkið á hátíðinni, en fékk ekki nema ein verðlaun, það var Olivia Colman sem hlaut þau fyrir snilldarlegan leik sinn í hlutverki Önnu drottningar.

Verðlaun fyrir sviðshönnun og búninga fóru til Black Panther – þar hélt maður að The Favorite myndi hafa vinninginn fremur en ofurhetjumynd sem er varla nema eins og einn ein viðbótin í það sívaxandi og heldur dapurlega safn.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“