fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Eyjan

Vilhjálmur kallar eftir stuðningi: „Nú verður ráðist á okkur“ – Árásirnar eru rétt að byrja

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. febrúar 2019 08:44

Vilhjálmur Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég bið íslenskt verkafólk og reyndar allt launafólk að standa með okkur í þeirri miskunnarlausu baráttu sem framundan er. Nú verður ráðist á okkur af öllum helstu lobbíistum forréttindahópa samfélagsins og þær árásir verða ofsafengnar, trúið mér!“

Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og 1. Varaforseti ASÍ, í pistli á Facebook-síðu sinni. Vilhjálmur deilir þar frétt Eyjunnar frá því í gær þar sem almannatengillinn Friðjón R. Friðjónsson hjólar í verkalýðshreyfinguna. Friðjón situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og var hann aðstoðarmaður Bjarna Bendiktssonar fjármálaráðherra um tíma.

„Það hefur aldrei verið ætlun forsvarsmanna VR og Eflingar að ná samningum. Það er barnaskapur að halda að slíkt sé hægt, markmið þeirra eru ekki betri kjör félagsmanna heldur upplausn, óreiða og átök,“ sagði Friðjón.

Vilhjálmur skrifaði pistilinn í gærkvöldi og sagði hann sorglegt að forystufólk í verkalýðshreyfingunni væri kallað ofbeldisfólk, „og það frá fyrrverandi aðstoðarmanni núveranda fjármálaráðherra og það fyrir það eitt að vilja að lágmarkslaun dugi fyrir nauðþurftum frá mánuði til mánaðar.“

Vilhjálmur sendir launafólki skýr skilaboð:

„Kæru félagar ég biðla til ykkar að standa með okkur því á okkur verður ráðist af sérhagsmunaöflunum af gríðarlegu afli og þær árásir eru rétt að byrja! Ég get lofað ykkur að við erum að reyna að gera okkar besta við að auka ráðstöfunartekjur lágtekju-og lægri millitekjufólks þannig að það geti haldið mannlegri reisn og brauðfætt sig og sína fjölskyldu.“

Vilhjálmur fullyrðir að það sé lýðheilsumál að kjör þeirra sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi séu lagfærð.

„Og við getum það enda erum við afar rík þjóð, eina sem þarf er að skipta þjóðarkökunni með sanngjarnari og réttlátari hætti en nú er gert. Það eiga allir að geta haft það gott á Íslandi, ekki bara sumir. Ég sendi baráttukveðjur til verka-og verslunarfólks með von um góðan stuðning í þeirri baráttu sem framundan er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir hörð átök innan Sjálfstæðisflokksins leiða til klofnunar: „Stór hópur flokksmanna mun ekki fyrirgefa“

Segir hörð átök innan Sjálfstæðisflokksins leiða til klofnunar: „Stór hópur flokksmanna mun ekki fyrirgefa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“