fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Styrmir: „Þetta er ástæðan fyrir því hvað athyglin beinist mikið að ríkisstjórn í yfirstandandi kjaradeilu“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 16:30

Styrmir Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Forysta ríkisstjórnar hefur verið ötul við að útskýra fyrir fólki, að kjaradeilur standi á milli verkalýðshreyfingar og Samtaka atvinnulífsins en ekki á milli hinna fyrrnefndu og ríkisstjórnarinnar. Það er að sjálfsögðu rétt í grundvallaratriðum en einn þáttur málsins sem skýrir þá athygli, sem beinist að ríkisstjórninni er gjarnan látinn ónefndur,“

segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, í pistli sínum í dag.

Hann nefnir ábyrgð kjararáðs varðandi launahækkanir æðstu embættismanna, þingmanna og ráðherra árið 2016 og þau viðvörunarorð sem höfð voru að engu:

„Þá þegar var á það bent úr mörgum áttum, að með þeim ákvörðunum hefði ríkisvaldið tekið að sér það hlutverk að verða leiðandi í mótun kröfugerðar verkalýðssamtaka í næstu lotu kjarasamninga. Það væri ekkert vit í því og á það bent að í tveimur sambærilegum tilvikum á síðustu tæpum þremur áratugum, hefði Alþingi afnumið ákvarðanir svokallaðs Kjaradóms.“

Styrmir kennir stjórnmálastéttinni um þróun mála:

„Samstaða stjórnmálastéttarinnar um að hafa þær ábendingar að engu var augljós. Nú stöndum við frammi fyrir þeim afleiðingum, sem þá þegar voru fyrirsjáanlegar. Þetta er ástæðan fyrir því hvað athyglin beinist mikið að ríkisstjórn í yfirstandandi kjaradeilu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt