fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2019  |
Eyjan

„Skiljanlegt er að Dagur vilji ekki ræða þetta“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinahöfundur Morgunblaðsins fjallar um brot Reykjavíkurborgar á persónuverndarlögum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í fyrra, nánar tiltekið borgarstjórnarfundinn á þriðjudag þar sem karpað var um tillögu minnihlutans um að fela þar til bærum yfirvöldum að skoða brotin. Sem meirihlutinn vildi ekki.

Sjá einnigMinnihlutinn stormaði út:„Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Staksteinahöfundar segir viðburðinn hafa verið „ómerkilega málfundaræfingu“ meirihlutans sem hafi beitt klækjastjórnmálum:

„Með því ætlaði hann að breiða yfir kosningabrot sín en afhjúpaði í staðinn slæman málstað. Minnihlutinn hafði lagt fram tillögu um að sveitarstjórnarráðuneytið kannaði aðgerðir borgarinnar í aðdraganda kosninga, aðgerðir sem reyndust lögbrot. Klækjastjórnmálamenn meirihlutans, Dagur B. Eggertsson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, létu „breyta“ tillögunni þannig að hún varð óþekkjanleg, til að þurfa ekki að fella hana.“

Borgarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir, Miðflokki og Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins, sögðu báðar að um „fundarofbeldi“ væri að ræða þegar meirihlutinn lagði til breytingartillögu sína. Ku meirihlutinn hafa reynt að fá minnihlutann til að hætta við sína tillögu í fyrstu og reyndu síðan  að fá minnihlutann til að vera með á sinni breytingartillögu, sem kom ekki til greina af hans hálfu:

„Breytingin fólst í því að taka út að sveitarstjórnarráðuneytið skoðaði ákvarðanir og athafnir borgarinnar í aðdraganda kosninganna og að setja í staðinn inn texta um að „leggja línur til framtíðar“. Ætlunin með því var að beina athyglinni frá kosningabrotinu í fortíðinni og tala í staðinn almennt um framtíðina. Vissulega er gott að ræða framtíðina, en fyrst þarf að sjálfsögðu að komast til botns í því hvað gerðist í borginni í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga. Hvernig gat það gerst að meirihluti borgarstjórnar sinnti engum aðvörunum en hélt áfram með kosningabrotaaðgerðir sínar? Skiljanlegt er að Dagur vilji ekki ræða þetta, en þetta er samt stóra málið sem verður að upplýsa,“

segir í Staksteinum.

Togað í pólitískar skotgrafir

Dagur B. Eggertsson var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun. Þar sagði hann að málið snerist ekki um framkvæmd kosninga, heldur meðhöndlun persónuupplýsinga. Ekki hvernig ætti að kjósa, heldur einfaldlega að fá fólk til að kjósa.

Dagur frábað sér allar dylgjur um samsæri og kosningasvindl og kom starfsmönnum Reykjavíkurborgar til varnar í málinu, þau hefðu verið í miklu tímahraki:

„Allt sanngjarnt fólk sér að þarna er fólk að reyna að leggja sig fram, það er að reyna að vinna sína vinnu af trúmennsku og fagmennsku og reyna að vinna eins vel með Persónuvernd og öðrum og þeim er frekast kostur. Og ég held það sé því miður svolítið tímanna tákn að Háskóli Íslands og þeir einstaklingar sem þarna hafa komið við sögu hafa mátt sitja undir dylgjum um að velja að vera með í rannsókn sem er að erlendri fyrirmynd í aðdraganda þessara kosninga, hafi verið einhvers konar óljós þátttakandi í einhverju, eiginlega bara samsæri, um að skekkja úrslit kosninganna, sem eru auðvitað svo fráleitar ásakanir og styðjast ekki við nein gögn sem að öll liggja fyrir í þessu máli og ég bara bið um það að það sé virt við þetta fólk og bara það mikilvæga lýðræðislega verkefni að hvetja ungt fólk [til kosningaþátttöku] og þá sem ekki hafa verið að skila sér til þess að gera það en nota aðferðir sem eru færar og í samræmi við lög og reglur.“

Stór munur á fortíð og framtíð

Þá sagði Dagur að á fundinum á þriðjudag hefði meirihlutinn óskað eftir samstarfi við sveitarstjórnarráðuneytið og aðra til að finna út aðferðir sem væru færar og dygðu, en lét þess ógetið að um var að ræða breytingartillögu við tillögu minnihlutans, sem var allt annars eðlis:

„Þess vegna óskuðum við í tillögu í borgarstjórn á þriðjudaginn eftir samstarfi við sveitarstjórnarráðuneytið, Samband sveitarfélaga, önnur ráðuneyti, aðrar eftirlitsstofnanir og frjáls félagasamtök eftir atvikum til þess að finna út aðferðir sem eru færar og duga.“

Breytingartillaga meirihlutans var að endingu samþykkt, eftir að minnihlutinn gekk út, að undanskildum fulltrúa Sósíalista.

Tillaga minnihlutans tók á brotum Reykjavíkurborgar sem þegar höfðu verið framin, samkvæmt úrskurði Persónuverndar. Vildi minnihlutinn að brotin sjálf yrðu skoðuð betur.

Breytingatillaga meirihlutans hinsvegar, fellir út þann hluta er tekur til skoðunar á brotunum og mælir aðeins fyrir um að það verði skoðað hvernig betur megi gera í framtíðinni, í næstu kosningum.

Tillögurnar eru birtar hér að neðan, þar sem lesendur geta sjálfir gert upp hug sinn um hvor tillaganna sé betur til þess fallin að varpa skýru ljósi á brotum Reykjavíkurborgar á persónuverndarlögum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna 2018:

Tillaga minnihlutans hljóðaði svo:

Lagt er til að ákvörðunum og athöfnum Reykjavíkurborgar í tengslum við bréfa- og skilaboðasendingar til tiltekinna kjósendahópa í aðdraganda borgarstjórnarkosninga árið 2018 verði vísað til sveitarstjórnarráðuneytisins til frekari skoðunar.

Breytingartillaga meirihlutans var svohljóðandi:

Borgarstjórn samþykkir að farið verði í samstarf við sveitarstjórnarráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga þar sem farið verður yfir reynslu af verkefnum undanfarinna kosninga til að efla kosningaþátttöku, m.a. í ljósi ákvörðunar Persónuverndar. Markmiðið með samstarfinu er að leggja línur til framtíðar í samráði við viðkomandi stofnanir, ráðuneyti og frjáls félagasamtök og gera tillögur um með hvaða hætti er fært að hvetja til þátttöku í kosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Gleðigangan er í dag
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragnar Þór orðlaus: Bankastjórinn fær 312 þúsund á mánuði í 40 ár

Ragnar Þór orðlaus: Bankastjórinn fær 312 þúsund á mánuði í 40 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dýrt lambakjöt og Hagsmunagæslustofa bænda

Dýrt lambakjöt og Hagsmunagæslustofa bænda