fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Bára segist dæmd til fátæktar: „Ekki mér að kenna að ég á ekki fyrir mat“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 14:45

Bára Halldórsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal Klaustursþingmannanna í fyrra, segist ekki lifa af þeim tekjum sem henni séu skammtaðar. Hún segist dæmd til fátæktar:

„Ég lifi ekki af þeim tekjum sem mér eru skammtaðar. Það er ekki mér að kenna að ég á ekki fyrir mat út mánuðinn. Það er sök þeirra sem skammta mér tekjurnar. Ég, eins og þúsundir annarra sem búa í þessu ríka landi, er dæmd til fátæktar. Það er þjóðarskömm. En fyrst og fremst er það skömm þeirra sem borg okkur laun og lífeyri, launagreiðenda og stjórnvalda. Þeirra er skömmin. Þau eiga hana skuldlaust,“

segir Bára, sem ætlar að taka þátt í mótmælum um helgina gegn fátækt og „skila skömminni“  í svokallaðri Hungurgöngu:

„Ég ætla ekki að bera lengur skömm vegna lágra tekna. Ég skila henni hér með til þeirra sem eiga hana. Ég geri það með því að ganga Hungurgönguna á Austurvelli á laugardaginn klukkan tvö. Gakktu með mér. Hjálpaðu mér að losa mig við skömmina og skila henni þangað sem hún á heima.“

Rétt er að geta þess að fleiri hafa notast við textann sem Bára birtir, sem virðist staðlaður.

Efnt hefur verið til mótmæla á Austurvelli um helgina, þar sem því er mótmælt að í einu ríkasta samfélagi heims skuli sumt fólk vera dæmt til „fátæktar, bjargleysis, ótta og örvæntingar“ líkt og segir um viðburðinn.

Þeir sem standa að mótmælunum eru hin svokölluðu „Gulu vesti“, sem segja láglaunastefnu vera ofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran