fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Eyjan

Almenna leigufélagið vill fá Ragnar Þór í heimsókn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 16:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, brást hart við fréttum um að Almenna leigufélagið hefði hækkað húsaleigu mikið með stuttum fyrirvara. Hótaði hann að taka eign VR úr sjóðum Kviku banka ef félagið fjárfesti í GAMMA sem rekur Almenna leigufélagið. Almenna leigufélagið hefur nú rétt Ragnari Þór sáttahönd og vill fá hann til fundar við sig um málefni leigumarkaðarins. Tilkynning Almenna leigufélagsins um þetta er eftirfarandi:

 

Formaður VR meira en velkominn í heimsókn

Það væri okkur sönn ánægja ef Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sæi sér fært að kíkja í kaffi til okkar á morgun og fara yfir málin. Við höfum að mörgu leyti sömu sýn á leigumarkaðinn og hann – teljum afar brýnt að byggja upp félagslegt leiguhúsnæði og óhagnaðardrifin félög á borð við Bjarg, Búseta og Félagsstofnun stúdenta – þó að við teljum að fleiri rekstrarform séu einnig nauðsynleg.

Einkarekin leigufélög hafa, eins og dæmin sanna frá grannlöndum okkar, hlutverki að gegna á fjölbreyttum leigumarkaði þar sem margir kjósa að leigja frekar en eiga, þótt ekki sé um niðurgreidda leigu að ræða.

Við getum vonandi átt uppbyggilegar umræður um hvernig hægt er að byggja upp hagkvæman og fjölbreyttan leigumarkað til framtíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir hörð átök innan Sjálfstæðisflokksins leiða til klofnunar: „Stór hópur flokksmanna mun ekki fyrirgefa“

Segir hörð átök innan Sjálfstæðisflokksins leiða til klofnunar: „Stór hópur flokksmanna mun ekki fyrirgefa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“