fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Eyjan

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 08:44

Vilhjálmur Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og 1. varaforseti ASÍ, segist vona að launþegar fyrirgefi honum fyrir að hafa staðið upp og gengið út af fundi með ríkisstjórnninni og aðilum vinnumarkaðarins í gær. Vonbrigðin hafi einfaldlega verið of mikil til að hann gæti setið fundinn.

Eins og kunnugt er kynntu stjórnvöld þar aðgerðir sínar til að liðka fyrir í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og aðila vinnumarkaðarins. Óhætt er að segja að viðbrögðin við aðgerðunum sem kynntar voru svo síðdegis í gær hafi fallið í grýttan jarðveg hjá verkalýðshreyfingunni.

Vilhjálmur segir að um gríðarleg vonbrigði sé að ræða, stjórnvöld hafi í raun aðeins boðið skattalækkun sem nemur 6.750 krónum á mánuði.

„Ég skal fúslega viðurkenna að ég mætti á þennan fund í Stjórnarráðinu fullur bjartsýni um að stjórnvöld myndu koma með alvöru útspil til að liðka fyrir kjarasamningum. Varðandi skattatillögur ríkisstjórnarinnar þá vilja þau koma með eitt þrep til viðbótar á neðri endann sem gerir það að verkum að skattar lækka á fólk sem er með mánaðarlaun frá 300 til 900 þúsund í mánaðarlaun um heilar 6.750 krónur á mánuði!“

Vilhjálmur segir að þetta þýði, með öðrum orðum, að einstaklingur með 900 þúsund krónur á mánuði fær sömu krónutöluhækkun og lágtekjumaður sem er með 325 þúsund krónur á mánuði – 6.750 krónur á mánuði.

„Það er ekki bara að þessa skattaútspil sé langt undir okkar væntingum heldur átti þessu skattalækkun ekki að taka gildi fyrr en 1. janúar 2020.

Þessar tillögur eru langt undir okkar væntingum um að auka ráðstöfunartekjur lág og lægri millitekjuhópanna í gegnum skattkerfið. Enda duga þessar 6.750 krónur ekki fyrir þeim verðlagshækkunum sem hafa komið bæði frá stjórnvöldum og sveitafélögum um síðustu áramót og vantar mikið þar uppá.“

Vilhjálmur segir að hann hafi ekki bara verið gríðarlega óánægður með skattatillögurnar heldur hafi hann einnig orðið fyrir vonbrigðum með afstöðu stjórnvalda til afnáms verðtryggingar og að taka húsnæðisliðinn úr lögum um vexti og verðtryggingu.

„Ég vona að launafólk fyrirgefi mér að hafa staðið upp og yfirgefið fundinn, en því miður voru vonbrigði mín svo mikil að ég gat alls ekki setið þennan fund lengur, enda hafði ég miklar væntingar um að útspil stjórnvalda myndi raunverulega liðka fyrir samningum. En því miður var svo ekki og hafi staðan á vinnumarkaðnum verðið alvarleg fyrir þennan fund í stjórnarráðinu þá er hún grafalvarleg núna!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir hörð átök innan Sjálfstæðisflokksins leiða til klofnunar: „Stór hópur flokksmanna mun ekki fyrirgefa“

Segir hörð átök innan Sjálfstæðisflokksins leiða til klofnunar: „Stór hópur flokksmanna mun ekki fyrirgefa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“