fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Eyjan

Viðgerðarkostnaður Alþingis tvöfaldaðist: „Vandasamt fyrir málara að mála með pensli … afsakið kaldhæðnina“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 11:30

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og Eyjan hefur áður fjallað um þá tvöfaldaðist kostnaður Alþingis vegna uppgerðar á Kristjánshúsi í Kirkjustræti 10, vegna myglu. Alþingi er með hluta af starfssemi sinni í húsinu, sem er við hliðina á Alþingishúsinu sjálfu.

Húsið stóð autt í tvö til þrjú ár vegna viðgerðarinnar, en heildarkostnaðurinn reyndist 47 milljónir, meðan upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúmar 20 milljónir.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerir athugasemd við kostnaðinn vegna málningarvinnu við húsið, en þar gætir nokkurrar kaldhæðni, sem hann biðst afsökunar á:

„Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 7,9 milljónir fyrir smíðavinnu og 7,6 milljónir fyrir málningarvinnu.Kostnaðaráætlun stóðst ekki og endaði smíðavinnan í 22,3 milljónir og málningarvinnan endaði í 12,5 milljónum. Það þurfti víst að rífa niður heilan helling af veggjum og ýmislegt en upphæðirnar eru samt sláandi, sérstaklega málningarvinnan en hvernig getur kostað að mála hús að innan fyrir 12,5 milljónir. Fjárlaganefnd spurði og svarið barst:

„Kristjánshús er málað í mörgum litum og mikið er um alls kyns lista, fulningar og brjóstpanel sem tímafrekt og vandasamt er að mála með pensli. “ Það er einmitt vandasamt fyrir málara að mála með pensli … afsakið kaldhæðnina.“

Þá gagnrýnir Björn Leví svar Alþingis við fyrirspurn sinni varðandi framúrkeyrsluna:

„Að auki fylgdu engar tölur svari Alþingis við fyrirspurn um útskýringar á umframkeyrslu. Engin sundurliðun, engar tölur … frá fjármálaskrifstofu þingsins til fjárlaganefndar. Afsakið kaldhæðni aftur.“

Óhjákvæmilegt var talið að ráðast í viðgerðir vegna myglu, en nánast allt innvols hússins var talið ónýtt. Fagaðilar voru fengnir til að meta kostnað og gera tilboð í verkið, en þegar vinnan var hafin kom í ljós að viðgerðir yrðu mun umfangsmeiri en ráð var gert fyrir í upphafi. Var því gerð tillaga um 30 milljón króna aukafjárveitingu, þar sem rekstrarfé Alþingis dugði ekki fyrir kostnaði.

Húsið var einnig gert upp árið 1995, en fyrir um þremur árum síðan var farið að bera á myglu. Húsið er það elsta á Alþingisreitnum, eldra en sjálft Alþingishúsið, byggt 1879.  Aðeins eitt hús við Austurvöll er eldra, Kvennaskólahúsið í Thorvaldsenstræti 2, byggt 1878.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir hörð átök innan Sjálfstæðisflokksins leiða til klofnunar: „Stór hópur flokksmanna mun ekki fyrirgefa“

Segir hörð átök innan Sjálfstæðisflokksins leiða til klofnunar: „Stór hópur flokksmanna mun ekki fyrirgefa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“