fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Eyjan

Sveinn Eyjólfsson um „vanhugsaðan“ Þjóðarsjóð: „Varla frá kjörn­um full­trú­um Sjálf­stæðis­flokks­ins“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 10:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn R. Eyjólfsson, fyrrverandi útgefandi Dagblaðsins, Vísis, DV og Fréttablaðsins, hefur sitt hvað að athuga við frumarp til laga um Þjóðarsjóð frá Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, sem á að gegna svipuðu hlutverki og norski olíusjóðurinn, að fjármagna hverskyns ófyrirséð áföll sem þjóðarbúið verður fyrir. Á sjóðurinn sjálfur að vera fjármagnaður með gróðanum af orkuauðlindum landsins, einna helst frá Landsvirkjun. Hann ritar um málið í Morgunblaðið í dag.

Sveinn segir að horfið hafi verið frá upphaflega nafni sjóðsins, Auðlindasjóður, og því breytt í Þjóðarsjóð til að „fela betur hina raunverulegu ætlan með stofnun sjóðsins.“

Hann segir að Norðmenn hafi ekki viljað norska olíusjóðinn ganga inn í hagkerfi landsins og „rugla“ það, þar sem það myndi leiða til þenslu og útgjaldahækkunar:

„En skoðum þá ís­lenzku út­færsl­una. All­ar tekj­ur ís­lenzka rík­is­ins af raf­orku­sölu und­an­farna ára­tugi, bæði til ís­lenzkra heim­ila og ým­issa stór­not­enda, hafa gengið í rík­is­sjóð. Og pen­ing­arn­ir notaðir til ým­issa misnauðsyn­legra þarfa, eins og geng­ur. Á sama hátt og aðrar tekj­ur rík­is­ins, svo sem skatt­ar á al­menn­ing og fyr­ir­tæki lands­ins. Ef menn ákveða að taka af rík­is­sjóði all­ar tekj­ur af raf­orku­sölu og setja pen­ing­ana í nefnd­an Þjóðarsjóð, get­ur aðeins tvennt gerst. Ríkið verður að minnka um­svif sín og út­gjöld um sömu upp­hæð, eða leita nýrra tekju­stofna. Trú­ir ein­hver því, að ís­lenzka ríkið geti dregið þannig sam­an út­gjöld sín, en samt haldið áfram að reka þetta þjóðfé­lag í óbreyttri mynd? Rík­is­sjóður sem þegar er orðinn svo illa stadd­ur að það þarf að inn­heimta sér­stakt gjald af borg­ur­un­um, ef þeir þurfa að aka um þjóðvegi lands­ins. Að ég tali nú ekki um sér­hannaðar skatta­leg­ar árás­ir á gam­al­menni lands­ins og ör­yrkja, þannig að þeir þjóðfé­lags­hóp­ar geta varla dregið fram lífið og eru all­ir við fá­tækt­ar­mörk.“

Vilja menn þetta ?

Þá nefnir Sveinn þær leiðir sem séu líklegar til þess að verði farnar til að fjármagna ný útgjöld og spyr hvort þær séu æskilegar:

„Þá er það hin hliðin. Að ríkið afli sér auk­inna tekna, til að standa und­ir nýj­um út­gjöld­um í hinn van­hugsaða Þjóðarsjóð. Sú umræða mun fara á fulla ferð um leið og búið verður að stofna „sjóðinn“. Hvar fást nýj­ar tekj­ur? 1) Með því að auka tekj­ur af raf­orku­sölu með nýj­um virkj­un­um í ám lands­ins og foss­um og selja síðan til nýrr­ar stóriðju eða flytja raf­ork­una til út­landa og selja hana þar. Til þess þarf að leggja sæ­streng fyr­ir flutn­ing­inn. Vilja menn þetta? 2) Auka skatt­pín­ingu fólks­ins í land­inu. Vilja menn það? 3) Auka skatta­álög­ur á fyr­ir­tæk­in í land­inu. Er það í lagi? Og svo má auðvitað reyna að eyðileggja arðsemi sjáv­ar­út­vegs­ins með því að stór­hækka svo­kallað auðlinda­gjald. Ein­hverj­ir vilja það ef­laust. En ekki þeir sem upp­lifðu ára­tug­um sam­an sjáv­ar­út­vegs­eymd­ina á meðan öll grein­in var rek­in með bullandi tapi. Þá varð til hug­takið „grát­kona sjáv­ar­út­vegs­ins“, sem notað var um þá menn, sem af veik­um mætti reyndu að færa grein­ina til hins betra. Við stund­um litl­ar und­ir­tekt­ir. Eða vilja menn stór­auka álög­ur á nýj­asta at­vinnu­veg lands­ins, ferðamannaþjón­ust­una, stöðva arðsemi hans og gera hann óarðbær­an með öllu? Og reyna þannig að losna við þessa „óþolandi“ ferðamenn. Þá gæt­um við komið lífs­kjör­un­um á sama stig og þau voru fyrstu árin eft­ir hrun. Ætli þjóðin vilji það?“

Snýst ekki um hagfræði

Þessi atriði ættu menn að hug­leiða áður en þessi hug­mynd, sem mun kalla á nýj­ar skatta­álög­ur, verður að veru­leika. Og til að því sé haldið til haga: Ég þekki vel ágæta um­sögn Viðskiptaráðs um þetta mál, sem send var Efna­hags- og viðskipta­nefnd Alþing­is í bréfi 31. jan. sl. Ég hef einnig kynnt mér um­sögn sama aðila, sem send var á sam­ráðsgátt stjórn­valda í sept­em­ber 2018. Sú um­sögn er skýr og góð, en þar er ekki komizt að kjarna máls­ins.

Sveinn segir að umsögn Viðskiptaráðs um frumvarpið sé skýr og góð en komist ekki að kjarna málsins:

„Þetta snýst ekki um hag­fræði, held­ur er um að ræða aðferð til að leggja nýj­ar skatta­álög­ur á fyr­ir­tæki í land­inu og þá aðallega fyr­ir­tæki sem menn halda fram að noti svo­nefnd­ar auðlind­ir. Þau fyr­ir­tæki sem nýta raf­orku og eru ekki í rík­is­eign, fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu og fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi, út­gerð og land­vinnslu. Það er marg­búið að sýna fram á, að rekst­ur þess­ara fyr­ir­tækja er nú um stund­ir ekki af­lögu­fær. Það er hag­fræði að kynna sér það vand­lega.

Hug­mynd­in um Þjóðarsjóð? Varla frá kjörn­um full­trú­um Sjálf­stæðis­flokks­ins. Nema þar leyn­ist ein­hver „Guðjón á bak við tjöld­in“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðherra á afmælisfundi EES-samningsins: „Þarf ekki að nefna hversu miklu þetta skiptir litla eyþjóð“

Forsætisráðherra á afmælisfundi EES-samningsins: „Þarf ekki að nefna hversu miklu þetta skiptir litla eyþjóð“
Eyjan
Fyrir 2 dögum
Fallinn strompur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ofurlaun Gunnars Smára gagnrýnd: „Já, sumir eru jafnari en aðrir“

Ofurlaun Gunnars Smára gagnrýnd: „Já, sumir eru jafnari en aðrir“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum
Fyrri dómar MDE
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda