fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Eyjan

Stefán Ólafsson: Svigrúmið til skattalækkana miklu meira en af er látið

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Ólafsson, félagsfræðiprófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Eflingu, hefur fjallað mikið um skattamál á Íslandi í gegnum tíðina. Hann gagnrýnir skattalækkun ríkisstjórnarinnar í pistli á Eyjunni og segir mun meira svigrúm vera til staðar, þrátt fyrir staðhæfingar um hið gagnstæða. Segir hann ríkið skulda launafólki miklu meira en breytingarnar geri ráð fyrir.

Stefán segir að ríkið hafi þegar sparað sér 14,1 milljarða útgjöld með niðurskurði vaxtabóta einna, frá árinu 2011 – 2017, á föstu verðlagi, en heildarkostnaðurinn við fyrirhugaðar skattabreytingar er um 14,7 milljarðar króna:

„Frá 2012 til 2017 lækkaði ríkið útgjöld til barnabóta um 1,2 milljarða (á föstu verðlagi). Samtals tók ríkið 15,3 milljarðaút úr þessum bótaflokkum eftir 2011. Að auki hefur ríkið fært um 12 milljarða skattbyrði af tekjuhæstu 20 prósentunum yfir á þau 80 prósent sem lægstar tekjur hafa á árunum 2012 til 2016 (sjá hér). Þetta ætti auðvitað að færa til baka, með hærri álögum á hátekjur og fjármagnstekjur. Alls eru þetta 27,3 milljarðar – og þá er ekki allt talið. Því til viðbótar er ríkið með 29 milljarða afgang á fjárlögum. Svigrúmið er því miklu meira en 14,7 milljarðar – eða að minnsta kosti 56,3 milljarðar.“

Þá nefnir Stefán að ríkið hafi sparað sér tæpa 20 milljarða í húsnæðisstuðning á sex árum:

„Ef einungis er litið á hve mikið ríkið hefur tekið út úr húsnæðisbótum (vaxtabótum og húsaleigubótum samanlagt) þá voru það tæpir 20 milljarðar frá 2011 til 2017. Ríkið tók tæpa 20 milljarða út úr húsnæðisstuðningi við heimilin Ríkið er ekki einu sinni að skila því til baka sem það hefur tekið aukalega af lægri og milli tekjuhópunum á síðustu árum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir hörð átök innan Sjálfstæðisflokksins leiða til klofnunar: „Stór hópur flokksmanna mun ekki fyrirgefa“

Segir hörð átök innan Sjálfstæðisflokksins leiða til klofnunar: „Stór hópur flokksmanna mun ekki fyrirgefa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“