fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Eyjan

Sólveig reið: Yfirgengileg frekja – Þeir lifa í vellystingum og er sama hvort við lifum af

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 12:22

Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eftir að ég gerðist láglaunakona á íslenskum vinnumarkaði var ég ekki lengi að átta mig á því að ég og vinnukonu-vinkonur mínar vorum ósýnilegar. Það var í raun öllum sama um okkur; við áttum enga stjónrmálafulltrúa, sá tími var löngu liðinn að íslenskt stjórnmálafólk sæi einhverja sérstaka ástæðu til þess að tala fyrir eða gæta að hagsmunum þeirra á lægstu laununum, það þótti ekki smart og ekkert á því að græða.“

Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir þar sem hún svarar grein Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Grein Sigurðar ber nafnið Gengið á höfuðstólinn en þar fjallar framkvæmdastjórinn um kjaramál og hrósar stjórnvöldum fyrir að standa vörð um stöðugleikann þó enn sé nokkuð í land. Telur Sigurðar að hætta sé á að stöðugleikanum geti verið glutrað niður á skömmum tíma og margt benti til þess að það geti gerst á skömmum tíma miðað við stöðuna sem uppi er komin á vinnumarkaði. Sólveig er afar ósátt vegna skrifa Sigurðar. Hún segir:

„Það barðist enginn fyrir rétti okkar til að fá mannsæmandi laun fyrir okkar unnu vinnu; allir höfðu sætt sig við að láglaunavinnukonur væru bara þannig gerðar að þær þyrftu voðalega lítið, að það væri bara alveg nóg fyrir þær í tilverlegu tilliti að skreppa í Bónus stöku sinnum og mæta svo til vinnu,“ segir Sólveig og bætir við: „Enda mannkynssögulega augljóst að sumt fólk er einfaldlega fætt til að vinna, það er þeirra „manifest destiny“, mannkynssögulega augljóst að frelsi og jafnrétti eru mjög afstæð hugtök, að jafnvel innan lítils samfélags sem vill kenna sig við lýðræði, jöfnuð og jafnrétti eru þessi hugtök mjög afstæð og í raun engin leið til þess að komast að einhverri niðurstöðu um hvað felst í þeim.“

Sólveig heldur áfram:

„Það þótti meira að segja svo erfitt að komast að einhverri niðurstöðu um hvað felst í þeim að fyrir sumum var einfaldlega auðveldara að segja að á Íslandi væri í raun öll jöfn og þessvegna óþarft að ræða af hverju sum ættu mikið og önnur mjög lítið. Þetta var rökstutt með innblásinni röksemdafærslu eins og þeirri að skúringakonan og ríki maðurinn keyrðu stundum sömu götu eða færu í sömu sundlaug, ergo, engin stéttskipting, öll jöfn.“

„Ég lærði að við værum ósýnilegar í augum þeirra sem eiga, mega og ráða. Ég var fljót að læra það. En ég lærði líka annað, það tók aðeins lengri tíma; ég lærði að við erum höfuðstólinn. Við láglaunakonurnar erum það sem allt hvílir á; ef við gerum ekki það sem okkur er sagt þá kemur margt fljótt í ljós. Ef við gerum ekki það sem okkur er sagt þá reynist td. erfitt fyrir þá sem hafa krýnt sjálfa sig eigendur alls að halda áfram að hafa okkur ósýnilegar. Þegar allt draslið fer að hrúgast upp í kringum þá þegar við gerum ekki það sem okkur er sagt verðum við mjög fljótt mjög sýnilegar,“ segir Sólveig.

Ósýnilegt fólk

Sigurður Hannesson

„Ég vissi alltaf að við værum ósýnilegar þeim sem halda að þeir eigi Ísland. Ég vissi alltaf að við værum ósýnilegar þeim sem hugsa um tilveruna sem röð ríkisskuldabréfa, losunnar hafta, „leiðréttingar“ á skuldastöðu hinna vel settu, samkeppnishæfni í alþjóðlegum skilningi. Og ég vissi líka alltaf að það yrði þeim mjög erfitt þegar við skyndilega yrðum sýnilegar, þegar það kæmi að því að hendurnar okkar, heilarnir okkar og hjörtun okkar yrðu sýnileg,“ segir Sólveig.

Sólveig segir auðvelt að ákveða að hafa vald yfir manneskjum sem viðkomandi hvorki sér eða heyrir í.

„Þá er drottnunarstaða þín svo afstæð og svo sjálfsagt og eðlilegt að þú ráðir. Það hættir að vera svona sjálfsagt að þú ráðir þegar jaðarsettasti hópur vinnuaflsins, láglaunakonurnar, fæddar hér og fæddar þar en sameinaðar í íslenskri vinnutilveru sinni, ákveða að bókstaflega troða sér inní tilveru þína með því að hætta að gera það sem þeim er sagt. Hætta að gera það sem þú varst búinn að ákveða að þú mættir segja þeim að gera,“ segir Sólveig.

„Við erum höfuðstólinn og á okkur hefur verið gengið með yfirgengilegri frekju. Heilsuleysi, líf fullt af blankheitum, endalausar fjárhagsáhyggjur; fyrir frekustu mennina á meðal okkar skipta þessi atriði svo litlu máli að á sama tími og þeir lifa í vellystingum umkringdir þeim auðæfum sem vinna okkar hefur skapað þeim hugsa þeir aldrei til okkar, sjá okkur aldrei í alvöru, sjá ekki líf okkar, heyra ekki raddir okkar,“ segir Sólveig og bætir við:

„Frekjan er svo yfirgegnileg að þeim er í raun alveg sama um það að við komust ekki af á því sem þeir hafa ákveðið að eigi að duga (ekki fyrir þá sjálfa, í þeirra útreikningum hafa þeir sjálfir reiknað sjálfa sig sem það dýrmætasta á allri eyjunni og þar af leiðandi þá sem eigi alltaf mest skilið).“

Yfirgengileg frekja

Sólveig bætir við að frekjan sé svo yfirgengileg að ekki verði hjá því komist að láta í sér heyra til að verða sýnileg á ný og að vinna verkafólks verði sjálflýsandi. Sólveig segir:

„ … sérstaklega þegar við ákveðum að gera ekki lengur það sem okkur er sagt, sérstaklega þegar vinnan okkar er ekki unnin,“ segir Sólveig og bætir við að lokum:

„Við erum höfuðstólinn og á okkur hefur verið gengið árum saman, áratugum saman. Við höfum verið jaðarsettar og ósýnilegar. En við vitum að sem höfuðstólinn erum við undirstöðuatriði í íslensku efnahagslífi. Við erum búnar að komast að því sjálfar og við ætlum að hjálpa öllum hinum að sjá það líka. Vegna þess að þegar manneskja ákveður að verða sýnileg er voðalega erfitt fyrir nokkurn að telja henni trú um að hún eigi aftur að verða ósýnileg.

Um það vitnar mannkynssagan á máta sem enginn getur sagt afstæðan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðherra á afmælisfundi EES-samningsins: „Þarf ekki að nefna hversu miklu þetta skiptir litla eyþjóð“

Forsætisráðherra á afmælisfundi EES-samningsins: „Þarf ekki að nefna hversu miklu þetta skiptir litla eyþjóð“
Eyjan
Fyrir 2 dögum
Fallinn strompur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ofurlaun Gunnars Smára gagnrýnd: „Já, sumir eru jafnari en aðrir“

Ofurlaun Gunnars Smára gagnrýnd: „Já, sumir eru jafnari en aðrir“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum
Fyrri dómar MDE
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda