fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Eyjan

Sigurjón skilur Vilhjálm: Hann gekk ekki einn út í gær – „Nú hafa Bjarni og Katrín opinberað sig“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Sigurjón M. Egilsson segir að Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og 1. varaforseti ASÍ, hafi ekki gengið einn af fundinum með ríkisstjórninni og aðilum vinnumarkaðarins í gær. Meginþorri launafólks hafi fylgt Vilhjálmir í huganum.

Þetta segir Sigurjón, sem hefur komið víða við og ritstýrt og fréttastýrt fjölmiðlum á ferli sínum, í pistli á Miðjunni. Hann segir að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar fái varla meira svigrúm hjá þjóðinni.

„Þau hafa leikið of marga afleiki. Áfram verður ekki haldið. Skömm þeirra er mikil. Meiri en nóg. Blekkingarleikur þeirra í skattamálunum var hvoru tveggja, óheiðarlegur og barnalegur. Héldu þau virkilega að talnaglöggt fólk myndi kyngja sjónarspili Bjarna hráu og ómeltu? Ó, nei.“

Sjá einnig: Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Sigurjón segir að Vilhjálmur hafi sýnt hárrétt viðbrögð þegar hann gekk af fundinum. Fólk eigi ekki að sitja þegjandi undir hverju sem er. Sjálfur sagðist Vilhjálmur vona að launafólk myndi fyrirgefa honum að hafa gengið af fundinum. Vonbrigðin hafi einfaldlega verið of mikil til að hann gæti setið áfram.

„Ég skal fúslega viðurkenna að ég mætti á þennan fund í Stjórnarráðinu fullur bjartsýni um að stjórnvöld myndu koma með alvöru útspil til að liðka fyrir kjarasamningum. Varðandi skattatillögur ríkisstjórnarinnar þá vilja þau koma með eitt þrep til viðbótar á neðri endann sem gerir það að verkum að skattar lækka á fólk sem er með mánaðarlaun frá 300 til 900 þúsund í mánaðarlaun um heilar 6.750 krónur á mánuði!,“ sagði Vilhjálmur.

Sigurjón segir að þetta gangi ekki mikið lengur.

„Nú þarf mikið að koma til. Auðvaldið nær sífellt meiri og betri tökum á sameiginlegum auði þjóðarinnar og auðlindum hennar. Nú hafa Bjarni og Katrín opinberað sig svo ekki verður um villst hvað býr í huga þeirra. Þau eru sammála um að fullkomin stöðnun verði í lífskjörum þeirra verst settu. Það má aldrei verða. Það verður að stöðva áform þeirra. Þjóðin kann aðferðina, hefur beitt henni áður og þarf sýnileg að grípa til neyðaraðgerða nú.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðherra á afmælisfundi EES-samningsins: „Þarf ekki að nefna hversu miklu þetta skiptir litla eyþjóð“

Forsætisráðherra á afmælisfundi EES-samningsins: „Þarf ekki að nefna hversu miklu þetta skiptir litla eyþjóð“
Eyjan
Fyrir 2 dögum
Fallinn strompur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ofurlaun Gunnars Smára gagnrýnd: „Já, sumir eru jafnari en aðrir“

Ofurlaun Gunnars Smára gagnrýnd: „Já, sumir eru jafnari en aðrir“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum
Fyrri dómar MDE
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda