fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Eyjan

Ósætti í ríkisstjórninni: „Veldur mér miklum vonbrigðum“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 16:18

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindarráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, er afar ósáttur við ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að leyfa áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til fimm ára. Í samtali við RÚV segir hann ekki litið til efnahagslegra og samfélagslegra þátta í ákvörðun Kristjáns:

„Hún veldur mér miklum vonbrigðum þessi ákvörðun. Ég er ósammála því að ráðast í þessar hvalveiðar eins og komið hefur fram í máli mínu áður. Þarna lítur ráðherrann til ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar sem er gott og vel en mér finnst vanta að líta til fleiri þátta þegar kemur að sjálfbærri nýtingu, eins og efnahagslegra og samfélagslegra þátta. Svo það sé alveg á hreinu er þetta ákvörðun sjávarútvegsráðherra og í hans boði. Ég er bara ósammála þessu en valdheimildirnar eru hjá sjávarútvegsráðherra. Þannig að þetta eru bara ákvarðanir sem hann getur tekið.“

Guðmundur staðfestir að Kristján Þór hafi ekki ráðfært sig við hann varðandi málið, en Kristján Þór hefur sagt að hann hafi gert ríkisstjórninni grein fyrir því í fyrra vor, hvernig hann hygðist vinna að málinu. Segist Guðmundur ekki muna eftir því:

„Nú bara man ég það ekki þegar hann sagði þetta á sínum tíma.“

Guðmundi finnst ekki mikið koma til skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða sem birt var á dögunum, en hún fékk mikla gagnrýni. Var hún var notuð til grundvallar í ákvörðun Kristjáns Þórs:

 „Ég hef gagnrýnt opinberlega hvernig haldið var á málum þar. Mér fannst hún ekki vel unnin þannig að mér finnst ennþá vanta upp á að við sjáum þetta betur út frá öðrum þáttum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðherra á afmælisfundi EES-samningsins: „Þarf ekki að nefna hversu miklu þetta skiptir litla eyþjóð“

Forsætisráðherra á afmælisfundi EES-samningsins: „Þarf ekki að nefna hversu miklu þetta skiptir litla eyþjóð“
Eyjan
Fyrir 2 dögum
Fallinn strompur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ofurlaun Gunnars Smára gagnrýnd: „Já, sumir eru jafnari en aðrir“

Ofurlaun Gunnars Smára gagnrýnd: „Já, sumir eru jafnari en aðrir“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum
Fyrri dómar MDE
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda