fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Kamala Harris er fremst í frambjóðendasveit Demókrata – en nú er Bernie Sanders kominn í slaginn

Egill Helgason
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikill fjöldi Demókrata sem sækist eftir tilnefningunni fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember 2020. Já, við erum komin fram yfir hálft kjörtímabil Donalds Trumps. Hann er einkennilegur forseti, ekki ýkja vinsæll, stendur frekar lágt í skoðanakönnunum samkvæmt mælingum, en samt er mögulegt að hann geti sigrað aftur í forsetakosningum. Eins og endranær veltur það á sveifluríkjunum – við gætum aftur fengið kosningar þar sem Trump fengi miklu færri atkvæði en demókratinn en sigraði samt.

Það getur spilað upp í hendurnar á honum hversu sveit Demókrata er ósamstæð, enn kemur maður ekki auga á neinn frambjóðanda sem virkar afgerandi. Bernie Sanders tilkynnti um framboð sitt í gær, hann er þekktur og sumar spár benda til þess að hann gæti sigrað Trump – en hins vegar verður Sanders orðinn 79 ára í kosningunum 2020.

New York Times birtir þetta yfirlit um frambjóðendurna úr röðum Demókrata. Eins og stendur, og líkt og lesa má úr töflunni hér að neðan sem er úr The Economist, er það Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, sem þykir líklegust til að hreppa tilnefninguna. Forskot hennar er langt í frá afgerandi, líkurnar eru metnar á innan við fjórðung, en hún þykir hafa byrjað baráttu sína vel, ólíkt til dæmis Elisabeth Warren, öldungadeildarþingmanni frá Massachusetts sem er miklu neðar á listanum. Vegur nýstirnisins Beto O’Rourke hefur aðeins minnkað.

Á eftir Harris koma gömlu karlarnir, Joe Biden, fyrrverandi varaforseti sem er reyndar ekki búinn að tilkynna framboð en þykir líklegur til að blanda sér í slaginn. Biden er vinsæll, hefði máski getað sigrað Trump 2016, en hann er fæddur 1941 – Trump er fæddur 1946.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“