fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Ísak undrast framgöngu verkalýðsforystunnar gegn leigufélögum: „Þeim var ég verst er ég unni mest“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 20:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Háttalag verkalýðsforystunnar skapar orðsporsáhættu fyrir fjárfesta sem getur gert það að verkum að þeir veigra sér við að fjárfesta í leigufélögunum eða gera það á hærri vöxtum,“ skrifar Ísak Rúnarsson, sérfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands og undrast framgöngu verkalýðsfélaganna gagnvart leigufélögum.

Fyrir stuttu ákvað Almenna leigufélagið, sem GAMMA stýrir, að hækka með litlum fyrirvara húsaleigu á sínu leiguhúsnæði. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, brást við með því að gefa Kviku banka fjögurra daga frest til að hætta við áform um kaup bankans á GAMMA, ella verði 4 milljarða fjárfesting VR í bankanum tekin út.

Ísak skrifar grein í tilefni af þessu á Kjarnann þar sem hann lætur í ljós undrun yfir afstöðu verkalýðsfélaganna til leigufélaga:

Því er lítið annað hægt að gera en að klóra sér í höfðinu yfir viðbrögðum og afstöðu verkalýðsforystunnar og annarra sem aðhyllast öflugan leigumarkað til leigufélaganna tveggja. Ekki síst þegar litið er til þess að félögin berjast í bökkum við að tryggja rekstrarlegan grundvöll sinn og ná niður fjármagns­kostnaði sem er mjög hár. Bæði þegar litið er til vaxtastigs í samanburði við önnur lönd en einnig í samanburði við önnur kjör hérlendis.

Í lok greinar sinnar vitna Ísak í Laxdælu og skrifar:

„Þeim var ég verst er ég unni mest,“ sagði Guðrún Ósvífursdóttir í Laxdælu. Formaður VR ætti að staldra við og velta fyrir sér hvort þau orð eigi ekki við um hann líka.

Grein Ísaks má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna