fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Eyjan

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingflokkar Pírata og Samfylkingar hafa báðir lýst yfir stuðningi sínum við kjarabaráttu hinna lægst launuðustu með tilkynningum í dag. Píratar segjast sjálfsagt að „krefjast samfélags sem býður vinnandi fólki mannsæmandi líf,“ og Samfylkingin segist styðja skattahugmyndir ASÍ, sem auki ráðstöfunartekjur tekjulágra.

„Á undanförnum árum hafa þeir efnameiri hagnast á breytingum á skattkerfinu sem hafa að sama skapi bitnað á launafólki með lágar- og meðaltekjur. Þúsundum saman hafa fjölskyldur dottið út úr barna- og vaxtabótakerfinu á síðastliðnum sex árum. Þingflokkur Samfylkingarinnar tekur undir þá kröfu ASÍ að þessari þróun verði snúið við,“

segir í tilkynningu Samfylkingarinnar.

Píratar taka í svipaðan streng:

„Þingflokkur Pírata styður baráttu launafólks fyrir bættum kjörum, réttlátara samfélagi og sanngjarnara skattkerfi. Það er sjálfsagt að krefjast samfélags sem býður vinnandi fólki mannsæmandi líf. Þingflokkur Pírata er jafnframt sammála kröfum launafólks um tafarlausar aðgerðir til að tryggja öllum aðgang að öruggu húsnæði sem og aðgengi allra að opinberri heilbrigðisþjónustu. Slíkra grundvallarmannréttinda eiga allir að njóta.“

Tilkynningarnar í heild sinni

Píratar

Þingflokkur Pírata styður baráttu launafólks fyrir bættum kjörum, réttlátara samfélagi og sanngjarnara skattkerfi. Það er sjálfsagt að krefjast samfélags sem býður vinnandi fólki mannsæmandi líf. Þingflokkur Pírata er jafnframt sammála kröfum launafólks um tafarlausar aðgerðir til að tryggja öllum aðgang að öruggu húsnæði sem og aðgengi allra að opinberri heilbrigðisþjónustu. Slíkra grundvallarmannréttinda eiga allir að njóta

Þróun viðræðna verkalýshreyfinga og stjórnvalda veldur þingflokki Pírata þungum áhyggjum. Sein viðbrögð og viljaleysi ríkisstjórnarinnar til þess að koma til móts við eðlilegar og réttmætar kröfur launafólks stendur í vegi fyrir þvi að sátt náist á vinnumarkaði.

Þingflokkur Pírata gerir þá kröfu að ríkisstjórnin gæti sanngirni í viðræðum sínum við launafólk, án hennar getur aldrei myndast stöðugleiki og sátt í íslensku samfélagi.

Samfylkingin

Þingflokkur Samfylkingarinnar styður framkomnar skattahugmyndir Alþýðusambands Íslands, enda eru þær í takti við stefnu flokksins. Þingflokkurinn hvetur til þess að unnið verði eftir þessum hugmyndum við útfærslu breytinga á skattkerfinu. Með því mun draga úr ójöfnuði á Íslandi og allt samfélagið mun hagnast af réttlátara skattkerfi, lægri húsnæðiskostnaði almennings og stuðningi við ungar barnafjölskyldur.

Á undanförnum árum hafa þeir efnameiri hagnast á breytingum á skattkerfinu sem hafa að sama skapi bitnað á launafólki með lágar- og meðaltekjur. Þúsundum saman hafa fjölskyldur dottið út úr barna- og vaxtabótakerfinu á síðastliðnum sex árum. Þingflokkur Samfylkingarinnar tekur undir þá kröfu ASÍ að þessari þróun verði snúið við.

Við útfærslu slíkra hugmynda væri hægt að auka ráðstöfunartekjur hinna tekjulægstu og tryggja að 95% launafólks standi betur en áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðherra á afmælisfundi EES-samningsins: „Þarf ekki að nefna hversu miklu þetta skiptir litla eyþjóð“

Forsætisráðherra á afmælisfundi EES-samningsins: „Þarf ekki að nefna hversu miklu þetta skiptir litla eyþjóð“
Eyjan
Fyrir 2 dögum
Fallinn strompur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ofurlaun Gunnars Smára gagnrýnd: „Já, sumir eru jafnari en aðrir“

Ofurlaun Gunnars Smára gagnrýnd: „Já, sumir eru jafnari en aðrir“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum
Fyrri dómar MDE
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda