fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Telja ekki nauðsynlegt að smálánastarfssemi verði leyfisskyld

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfshópur um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja hefur skilað skýrslu og tillögum að aðgerðum til Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, en hún fól honum sl. sumar að kortleggja starfsumhverfi smálánafyrirtækja og leggja fram tillögur til úrbóta.

Það er niðurstaða starfshópsins að hin ólöglegu smálán séu þau lán sem valdi hvað mestum vanda hjá neytendum. Á sama tíma sé mikilvægt að umræðan um smálán hafi ekki skaðleg áhrif á framboð á löglegum neytendalánum sem veitt eru í fjarsölu. Í tillögum starfshópsins endurspeglast meðal annars sá vandi sem skapast hefur í tengslum við smálánastarfsemi, samkvæmt tilkynningu.

Leyfisskylda ekki nauðsynleg

Starfshópurinn taldi ekki þörf á að lánastarfsemi yrði gerð leyfisskyld. Leyfisskylda gæti hamlað nýsköpun og dregið úr samkeppni og taldi starfshópurinn að unnt væri að ná markmiðum um neytendavernd með öðrum úrræðum.

Í vinnu starfshópsins var lagt til grundvallar að gætt yrði að jafnvægi milli neytendaverndar, samkeppni og nýsköpunar á fjármálamarkaði. Brýnt væri að tryggja betur lögbundin réttindi neytenda og að tryggja að viðkvæmir neytendur séu verndaðir gagnvart fyrirtækjum sem beita óréttmætum viðskiptaháttum í starfsemi sinni. Að sama skapi var lagt til grundvallar að reglusetning eigi ekki að setja óþarfa hömlur á nýsköpun á fjármálamarkaði eða draga úr samkeppni milli fyrirtækja.

Starfshópurinn skilaði 12 tillögum að aðgerðum sem miða að því að skýra betur rétt neytenda og að vernda neytendur vegna ólöglegrar smálánastarfsemi. Helstu niðurstöður og tillögur starfshópsins eru eftirfarandi:

  • Skerpt verði á því hvers lands lög gildi þegar smálán eru veitt yfir landamæri.
  • Gerðar verði kröfur um aukna upplýsingagjöf lánveitenda sem ekki eru eftirlitsskyldir til eftirlitsaðila.
  • Lánveitendum, sem ekki eru leyfisskyldir verði óheimilt að veita neytendalán nema þeir hafi áður skráð starfsemina  með viðeigandi hætti hjá eftirlitsaðila.
  • Kannað verði hvort unnt sé að koma í veg fyrir að bankar eða sparisjóðir geti innheimt kostnað af lánum umfram lögbundið hámark og hvort ástæða sé til að herða kröfur um áreiðanleikakönnun á þeirra sem nýta sér greiðsluþjónustu banka og sparisjóða.
  • Lögum verði breytt þannig að neytandi verði ekki krafinn um greiðslu vaxta og kostnaðar af láni ef skilmálar lánsins brjóta í bága við lögbundið hámark á árlegri hlutfallstölu kostnaðar.
  • Skoðað verði hvort ástæða sé til að takmarka afgreiðslu ákveðinna neytendalána á tilteknum tíma sólarhrings.
  • Skoðað verði hvort takmarka eigi beina og ágenga markaðssetningu á fjarskiptamiðlum.
  • Skoðað verði hvort ástæða sé til að birta neytanda alltaf niðurstöðu lánshæfismats áður en hann tekur lán þannig að hann geri sér betur grein fyrir áhættunni sem fylgir lántökunni.
  • Eftirlitsaðilar með innheimtufyrirtækjum kanni sérstaklega hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar sem eru mikilvægar til að unnt sé að taka afstöðu til krafna. Slík háttsemi samræmist ekki góðum innheimtuháttum.
  • Skoðað verði hvort rétt sé að auka kröfur um auðkenningu neytanda þegar lán eru veitt í fjarsölu.
  • Skoðað verði hvort breytinga sé þörf varðandi aðgengi lánveitenda að upplýsingum um skuldsetningu neytenda í tengslum við mat á lánshæfi.
  • Aukin áhersla verði lögð á kennslu í fjármálalæsi í grunnskólum og framhaldsskólum.
  • Skýrsla starfshóps um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun