fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Eyjan

Sjáðu hvað Bjarni Ben hefur áður sagt um þriggja þrepa skattkerfi

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 21:21

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra tilkynnti um viðleitni ríkisstjórnarinnar til breytingar á skattkerfinu í dag en skattleysismörk verða 160.000 kr. á mánuði og tekjuskattur á lágtekjufólk verður lækkaður um 2%  og bætt verður við nýju neðsta skattþrepi og fjárhæðum til lækkunar skatta beint til lægri millitekju- og lágtekjuhópa, samkvæmt tilkynningu.

Um er að ræða um 80 þúsund krónur á ári í aukningu á ráðstöfunartekjum fólks með 325 þúsund króna mánaðarlaun, eða um 7000 krónur á mánuði, sem Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að dugi rétt fyrir tveimur stórum pizzum, einum skammti af brauðstöngum og annan af kjúklingavængjum, á nettilboði 2 hjá Dominos.

Skyndilega skipt um skoðun

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, bendir á að Bjarni Benediktsson hafi talað gegn þriggja þrepa skattkerfi allt frá árinu 2013:

„Útspil fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins í kjaraviðræðum kemur verulega á óvart. Til stendur að flækja skattkerfið og taka aftur upp þrjú skattþrep. Það er stutt síðan hann lagði áherslu á mikilvægi þess að fækka skattþrepum og nýta kosti persónuafsláttar. Um það vorum við sammála og fækkuðum skattþrepum og hækkuðum persónuafslátt. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar 2013 sagði form. Sjálfstæðisflokksins:

„Við ætlum að lækka tekjuskattinn að nýju og einfalda skattkerfið, hætta með þriggja þrepa skattkerfi.“

Sigmundur segir að Bjarni  hafi slegið á gagnrýni  á Facebook og heimasíðu Sjálfstæðisflokksins í júní 2016 er hann sagði:

„Þeir sem gagnrýnt hafa þessa stefnu, en flestir þeirra tala fyrir því að við höfum áfram þrjú skattþrep en ekki tvö (t.d. Katrín Jakobsdóttir síðast í gær), nefna gjarnan tekjujöfnunarhlutverk kerfisins. Gallinn á þessum málflutningi er sá að hann viðurkennir ekki að persónuafslátturinn tryggir þetta hlutverk nú þegar mjög ríkulega.”

Öllu má nú ofgera

Á Alþingi í maí 2016 sagði Bjarni:

„Mín skoðun er bara sú að það sé ofgert að setja síðan þrjú skattþrep ofan á prógressíft skattkerfi eða ofan á persónuafsláttinn. Við ættum frekar að horfa á persónuafsláttinn sem tæki til að ná frekari árangri en að leggja alla áherslu á þriðja skattþrepið, enda held ég að það hafi alls ekki skilað þeim árangri sem að var stefnt, hvorki í tekjuöflunarhlutanum, vegna þess að það skilar tiltölulega litlum viðbótartekjum, né heldur í hlutverki sem jöfnunartæki.”

Svo virðist sem að Bjarni hafi því skipt um skoðun hvað varðar þriggja þrepa skattkerfi.

Sigmundur segir ekki gott að sjá hvernig fjölgun skattþrepa geti nú verið til þess fallin að leysa úr stöðunni á vinnumarkaði eða bæta kerfið.

„Til þess eru betri leiðir eins og ég fer yfir á morgun,“ segir Sigmundur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir hörð átök innan Sjálfstæðisflokksins leiða til klofnunar: „Stór hópur flokksmanna mun ekki fyrirgefa“

Segir hörð átök innan Sjálfstæðisflokksins leiða til klofnunar: „Stór hópur flokksmanna mun ekki fyrirgefa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“