fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Eyjan

Logi reiknar út tillögurnar: „Tvær stórar pizzur, einn skammtur af brauðstöngum og annar af kjúklingavængjum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 18:20

Logi Már Gripinn þegar keypti veip.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skattabreytingaráform ríkisstjórnarinnar hafa valdið miklum vonbrigðum bæði hjá verkalýðshreyfingunni og stjórnarandstöðunni. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, reiknar verðmæti tillagnanna út í mat og þykir niðurstaðan rýr. Hann skrifar á Facebook:

„Útspil ríkisstjórnarinnar eru tvær stórar pizzur, einn skammtur af brauðstöngum og annar af kjúklingavængjum, á nettilboði 2 hjá Dominos.

Óháð því, hvort að um er að ræða einstakling með 325 þúsund á mánuði eða annan sem er með 1200 þúsund á mánuði.

Munurinn er auðvitað að sá með hærri tekjurnar, getur sannarlega varið þessari viðbót í að kaupa góðgætið, en sá láglaunaði þarf örugglega að nota hana til að stoppa í gat á heimilisbókhaldi og þetta mun því miður ekki duga.

Þessir 14 milljarðar sem að aðgerðin kostar hefði betur öll farið til lág- og millitekjuhópa en ekki til þeirra sem hafa hæst launin. Hér er ekki um næga jöfnunaraðgerð að ræða og ekkert hróflað ofurlaunum.“

Burt með verðtrygginguna!

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er mjög óhress með tillögurnar og skrifar:

„Fram kom í máli Bjarna að þessi breyting ætti eftir að auka ráðstöfunartekjur lágtekjufólks um rúmar 80 þúsund krónur á ári.

Á ÁRI!

Já heilar 7000 kr. á mánuði. þetta er vægast sagt hrikalegt og í engum takti við þær væntingar sem gerðar voru til ríkisstjórnarinnar.

Ef ríkið lendir í vandi við að hætta skattlagningu á lægstu launin þá erum við ver stödd en látið hefur verið í veðri vaka.

Þessi lækkun NÝTIST ÖLLUM ! Líka þeim SEM ER MOLDRÍKIR MEÐ OFURLAUN!

HÆTTIÐ AÐ SKATTLEGGJA FÁTÆKT !

HALLÓ ! Hvar er Vinstri hreyfingin grænt framboð ?

Hvar er ákallið eftir því að húsnæðisliðurinn verði tekinn út úr vísitölunni STRAX?

BURT MEÐ HEIMSMETIÐ VERÐTRYGGINGU ! Núna strax!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir hörð átök innan Sjálfstæðisflokksins leiða til klofnunar: „Stór hópur flokksmanna mun ekki fyrirgefa“

Segir hörð átök innan Sjálfstæðisflokksins leiða til klofnunar: „Stór hópur flokksmanna mun ekki fyrirgefa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“