fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Eyjan

Landsmenn löghlýðnari í janúar samkvæmt lögreglu

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir janúarmánuð 2019 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára.

Skráð voru 568 hegningarlagabrot í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í janúar sl. Hegningarlagabrotum fækkaði töluvert miðað við meðalfjölda síðastliðna sex og 12 mánuði á undan.

Heilt yfir fækkaði tilkynningum í þeim brotaflokkum sem teknir eru fyrir í þessari skýrslu miðað við fjölda síðustu sex og 12 mánuði á undan. Til að mynda fækkaði tilkynningum um þjófnaði fyrir utan þjófnað á farsímum sem fjölgaði lítillega á milli mánaða. Ekki hafa borist jafn fáar tilkynningar um þjófnaði frá því að samræmdar skráningar hjá lögreglu hófust árið 1999.

Tilkynningum um innbrot fækkaði á allar tegundir vettvanga nema í fyrirtæki og stofnanir.

Tilkynntum ofbeldisbrotum fækkaði einnig í janúar miðað við síðustu mánuði á undan, sem og ofbeldi gagnvart lögreglumönnum, kynferðisbrotum, eignaspjöllum og ölvun við akstur.

Tilkynningum um nytjastuld vélknúinna farartækja fjölgaði hins vegar töluvert í janúar og ekki hafa borist jafn margar tilkynningar um nytjastuld á einum mánuði síðan í maí 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir hörð átök innan Sjálfstæðisflokksins leiða til klofnunar: „Stór hópur flokksmanna mun ekki fyrirgefa“

Segir hörð átök innan Sjálfstæðisflokksins leiða til klofnunar: „Stór hópur flokksmanna mun ekki fyrirgefa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“